Prófessor fellur á prófinu - engar útflutningsbætur og ekkert haugakjöt Haraldur Benediktsson skrifar 28. júlí 2011 08:00 Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Benediktsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor og deildarforseti hagfræði-deildar Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 22. júlí sl. sem hann nefnir „Einkasala bænda á kjöti skaðar neytendur“. Þar tíundar hann ýmsar gamalkunnar rangfærslur um landbúnað, svo nauðsynlegt er að skýra örlítið aðstæður sauðfjárbænda. Sauðfjárbændur selja sláturfé á fyrirfram ákveðnu og föstu verði sem sláturhúsin bjóða, hvort sem kjötið er selt innanlands eða erlendis. Allar verðbreytingar sem verða á kjötmarkaði innanlands eða erlendis fram að næstu sláturtíð, eða í heilt ár, skila sér því ekki til bænda, hvorki til hækkunar eða lækkunar. Viðmiðunarverðskrá Landssamtaka sauðfjárbænda er því kröfugerð til sláturhúsa og er ætíð sett fram einu sinni á ári og gildir til næstu sláturtíðar eða 12 mánuði. Sláturhúsin bjóða síðan hvert og eitt eigin verðskrá og á grundvelli þeirra velur bóndi sitt viðskiptasláturhús. Meðalverð kjötsins sem bændur fengu árið 2010 var rúmar 420 krónur fyrir kíló af lambakjöti og tæpar 120 krónur á kíló fyrir annað kindakjöt. Bændur fá ekkert greitt fyrir gærur, innmat eða sviðahausa en greiða ekki fyrir flutning sláturfjárins í staðinn. Sauðfjárbændur telja sig hafa sett fram málefnalega og sanngjarna kröfu um afurðaverðshækkun til sláturhúsa. Það er ekki síst vegna þess að vel hefur gengið á erlendum mörkuðum og matvöruverð þar hækkar mikið bæði á kjöti, gærum og öðrum hliðarafurðum. Deildarforsetinn telur að verðhækkanir erlendis megi rekja til gengis krónunnar. Staðreyndin er sú að hækkunin á íslensku lambakjöti erlendis frá 2008 er 135%. Þar af er 50% raunhækkun í erlendri mynt, en afgangurinn er tilkominn vegna gengisáhrifa. Erlendar verðhækkanir eru bein afleiðing af breyttum aðstæðum í matvælaframleiðslu sem rekja má til minna framboðs á lambakjöti á heimsvísu, vegna hækkana á hráefnum og minni matvælaframleiðslu. Þessar breytingar eru mjög alvarlegar og mikið umhugsunarefni fyrir allar þjóðir. Rétt er að ítreka að viðmiðunarverðskrá sauðfjárbænda er ekki bindandi fyrir afurðastöðvar og bændur hafa ekki fengið greitt í samræmi við hana undanfarin ár. Markaðurinn ræður verðinu á öllum stigum frá framleiðendum til neytenda. Bændur ráða ekki smásöluverði og það rennur ekki nema að hluta til þeirra. Verslun-in tekur sinn hlut, kjötvinnsla, sláturhús og ríkið fá einnig sinn hluta verðsins. Bóndinn fær, eins og áður segir, aðeins 420 krónur fyrir kílóið eða að jafnaði tæpan helming útsöluverðsins. Viðmiðunarverðskrá fyrir nautakjöt er ekki sett fram eins og prófessorinn heldur fram í grein sinni. Verðlagning nautakjöts fer eftir sömu lögmálum og verðlagning á öllu kjöti, framboði og eftirspurn. Raunveruleikinn er einfaldlega sá að lambakjöt á í harðri samkeppni við annað innlent og erlent kjöt á neytendamarkaði og við önnur samkeppnishæf matvæli sem íslenskum neytendum bjóðast. Deildarforsetinn gefur í skyn að kjöt hafi verið urðað í stórum stíl til að spilla ekki fyrir verðlagningu á neytendamarkaði. Sannleikurinn er hins vegar sá að í eitt skipti, árið 1987, voru 170 tonn af tveggja ára gömlu annars flokks kjöti (aðallega hrútakjöti) urðuð. Þetta var gert í eitt skipti fyrir nærri aldarfjórðungi. Varðandi útflutningsbætur sem prófessorinn nefnir þá voru þær aflagðar árið 1992 og er Ísland eitt fárra ríkja í heiminum þar sem slíkt hefur gerst. Það væri óskandi að deildarforsetinn byggði mál sitt á nýrri og réttari upplýsingum og staðreyndum. Prófessorinn klykkir svo út með því að leggja til að bannað verði að flytja út landbúnaðarafurðir eða ellegar tekin upp há útflutningsgjöld. Honum er að sjálfsögðu frjálst að hvetja til hvaða aðgerða sem er. Slíkt kæmi e.t.v. til greina ef fæðuöryggi Íslendinga væri ógnað. Meðan svo er ekki, þá ætti hagfræðiprófessorinn að reikna út hagkvæmni þess fyrir íslenska þjóðarbúið að hafna þriggja milljarða króna gjaldeyristekjum af kjötútflutningi og hversu mörgum sú ráðstöfun myndi bæta á atvinnuleysisskrá sem er löng fyrir. Slík ráðstöfun gengur í berhögg við þær framfarir sem orðið hafa á rekstrarumhverfi sauðfjárbænda á undanförnum árum eftir að framleiðslan var gefin frjáls. Frelsi bænda til frjálsar markaðssetningar hefur aukist verulega. Það má nefna að bændur og neytendur ákveða í ríkara mæli að eiga bein viðskipti sín á milli. Sala „beint frá býli“ hefur marfaldast og sífellt fleiri neytendur nýta sér þessa beinu viðskiptahætti milli framleiðanda og neytanda. Skoðanir manna eru misjafnar og það ber að virða ólík sjónarmið. Aftur á móti geta ummæli sem sannarlega eru byggð á vanþekkingu ekki talist uppbyggileg.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar