Húsnæðisskortur ríkir á Tálknafirði 3. ágúst 2011 09:30 Tálknfirðingar þurfa nú að grípa til einhverra aðgerða svo að þeir komi vinnuafli sínu undir þak. Svo eru þeir að vinna að því að koma sér upp heitavatnskyndingu í stað rafmagnskyndingar. Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. jse@frettabladid.is Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir Eftir tuttugu ára samdráttarskeið á Tálknafirði er nú svo komið að mikil eftirspurn er eftir húsnæði í bænum. Höskuldur Steinarsson, framkvæmdastjóri Fjarðarlax sem rekur ört vaxandi laxeldi á staðnum, hefur til að mynda lýst yfir áhyggjum sínum af því að ekki verði til leiguhúsnæði fyrir starfsfólk á staðnum í nánustu framtíð. Að sögn Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur oddvita hyggst hreppurinn bregðast við þessu með því að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að reisa íbúðir fyrir aldraða á Tálknafirði. „Við teljum að ef eldra fólk geti hugsað sér að flytja í slíkar íbúðir þá sé sú leið betri fyrir okkur til að létta á þessu, frekar en að fara að byggja íbúðarhús,“ segir hún. Aðeins eitt íbúðarhús hefur verið reist á Tálknafirði frá aldamótum. Hún segir enn fremur að mest sé eftirspurnin eftir leiguhúsnæði enda vilji fólk fyrst leigja áður en það festi kaup á húsnæði. Næg atvinna er á Tálknafirði en Eyrún Ingibjörg segist þó undrast, í ljósi þess atvinnuleysis sem ríkir í landinu, að Íslendingar skuli ekki hafa sótt um né spurst fyrir um vinnu í fiskvinnslu á staðnum. „Það er eins og það hvarfli ekki að Íslendingum að fara að vinna í fiski en ég er nú þeirrar skoðunar að það sé alltaf betra fyrir sálartetrið að hafa atvinnu en að sitja heima við,“ segir hún. Það kemur þó ekki að sök fyrir fiskvinnslu á staðnum því Pólverjar sækjast eftir þessum störfum. Eins hefur orðið mikil ásókn í sjóstangveiði á Tálknafirði og sagði Finnur Jónsson, stjórnarformaður Sumarbyggðar, í Fréttablaðinu í síðasta mánuði að um helmings aukning hefði orðið á komu ferðamanna þangað miðað við árið í fyrra. Eyrún Ingibjörg segir að stundum hafi verið erfitt að koma öllu ferðamönnunum á svæðið. „Það sem háir okkur hér á sunnanverðum Vestfjörðum er að okkur vantar lengri flugbraut en Fokkerinn getur ekki lent á flugbrautinni á Bíldudal fulllestaður. Við höfum því þurft að leita til Flugfélagsins Ernis til að koma öllum ferðamönnunum á svæðið en það hafa reynst okkur mjög vel í gegnum tíðina,“ segir hún. Þar að auki stendur fyrir dyrum að bora eftir heitu vatni á Tálknafirði nú á haustdögum en eins og gengur á Vestfjörðum verða Tálknafirðingar að láta sér nægja rafmagnskyndingu. Eyrún segir það því mikið hagræði ef hægt verði að leysa hana af hólmi með heitavatnskyndingu. jse@frettabladid.is
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira