Hrútar á haug og aðrir heimsborgarar Þórólfur Matthíasson skrifar 3. ágúst 2011 08:30 Kindakjötsframleiðendur hafa í tímans rás ýmist flutt út kjöt eða fargað til að takmarka framboð og hækka verð á innanlandsmarkaði. Útflutningur kindakjöts er ekki og hefur ekki verið útlátalaus fyrir skattgreiðendur á Íslandi. Í þessari grein verður gerð tilraun til að útskýra gangvirki förgunar og útflutnings kindakjöts jafnframt því sem reynt verður að svara þeirri spurningu hvort réttlætanlegt sé að flytja kindakjöt til útlanda í þeim tilgangi að afla gjaldeyris. Förgun kjötsÍ fréttaskýringu í Fréttablaðinu þann 28. júní síðastliðinn er farið yfir skipulag sölumála á kindakjötsmarkaðnum á Íslandi. Í fréttaskýringunni kemur m.a. fram að förgun svokallaðs skilakjöts kostaði tugi milljóna á ári. Ekki fylgir fréttinni hvert söluverð eða kostnaðarverð hins fargaða kjöts er, en ekki þarf að fara í grafgötur með að þær tölur hlaupa á hundruðum milljóna. Þessi förgun er tilkomin vegna þess fyrirkomulags á kjötsölu sem afurðastöðvar landbúnaðarins hafa komið á. Afurðastöðvarnar eða aðrir vinnsluaðilar eiga kjötið þar til það hefur verið selt neytandanum. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir að smásalinn bjóði neytendum kjötvörur sem eru að nálgast síðasta söludag á lækkuðu verði. Þess í stað kemur sendibíll frá afurðastöðinni með nýjar birgðir og flytur kjötið sem er næstum útrunnið til förgunar. Förgunaraðferðir hafa breyst síðan 1987 þegar hrútakjöt var keyrt á haugana, en förgun er förgun bæði nú og 1987. Kjötkaupmenn og afurðastöðvamenn sem ég hef talað við hafa bent á þrjár athygliverðar staðreyndir: Í fyrsta lagi er miklu minni rýrnun í hvíta kjötinu en í kindakjötinu, í öðru lagi hefur dregið mjög úr yfirfyllingu kindakjötskælanna eftir að krónan féll og útflutningsmarkaðir fóru að gefa meira. Í þriðja lagi er bent á að í framleiðslu hvíta kjötsins séu markaðslögmál virk og að offramboð verði til þess að framleiðendur fái að hætta og jafnvel að fara á hausinn. Þessar staðreyndir benda til þess að afurðastöðvar landbúnaðarins geti haft stjórn á hversu miklu er fargað af kindakjöti og að förgunin sé liður í að halda uppi verði á þessháttar kjöti. Hvernig svo sem þessu er háttað þá er það staðreynd að kjöt af hrút og gimbur sem áður fór þurrkryddað eða bláberjalegið til förgunar í innlendri sorpeyðingarstöð fer nú í utanlandsreisu. Skoðum í hvaða mæli sú reisa er á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Niðurgreiðsla á útfluttu lambakjöti.Forsvarsmenn bænda halda því gjarnan fram að ekki sé lengur greitt með útflutningi lambakjöts, enda hafi útflutningauppbætur verið aflagðar árið 1992. En ekki er allt sem sýnist þegar styrkjakerfi landbúnaðarins er annars vegar. Íslenskir skattgreiðendur leggja gífurlega fjármuni til lambakjötsframleiðslunnar í formi beingreiðslna. Beingreiðslur og gæðastýringarálag vegna sauðfjárframleiðslu nam um 3 milljörðum króna á síðasta ári. Samkvæmt búreikningum koma nærri 40% tekna sauðfjárbænda frá hinu opinbera. Hagstofan upplýsir að fob-verðmæti útfluttra sauðfjárafurða hafi verið um 2,75 milljarðar króna árið 2010. Samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins nam greiðslumark ársins 2010 í kindakjöti um 6,7 þúsundum tonna meðan innanlandssalan nam um 6,1 þúsundi tonna. Meðlag ríkisins með útflutningi felst því í beingreiðslum og gæðastýringarálagi vegna þeirra 600 tonna sem eru innan greiðslumarks og eru flutt út. Upphæðin nemur um 400 milljónum króna. Hærri upphæð fæst sé beingreiðslum dreift á hvert framleitt kíló. Þannig reiknað verður meðlag hins opinbera með útfluttum sauðfjárafurðum um 1,2 milljarðar króna, enda er nú meira en þriðja hvert kíló sauðfjárafurða flutt út. Þessu fé væri líklega betur varið með öðrum hætti en til að auka fjölbreytni í kjötframboði í erlendum stórmörkuðum. Ekki skiptir máli hvaða nafn þessum greiðslum er gefið á þriðju hæðinni á Hótel Sögu, þær stuðla að slæmri meðferð á opinberu fé hvert sem heitið er. Gjaldeyristekjusköpun sauðfjárbænda rýrÚtflutningstekjur vegna útflutnings sauðfjárafurða námu 2,75 milljörðum króna árið 2010 eins og fyrr sagði. Bændur fá á bilinu 0,4 til 1,2 milljarða króna beint frá hinu opinbera til að framleiða þessa 2,75 milljarða af útflutningstekjum. Það væri hægari leikur fyrir hið opinbera að versla þessa 0,4 til 1,2 milljarða króna í gjaldeyri beint við bankana en að senda þessa peninga fyrst í ferðalag upp í sveit. En þar með er ekki öll sagan sögð því bændur þurfa að kaupa erlend aðföng, olíu, áburð, dráttarvélar, varahluti, heyrúlluplast og fleira fyrir um 1,1 milljarð króna til að framleiða afurðir sem gefa af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur. Hreinar gjaldeyristekjur séð frá sjónarhóli almennings í landinu vegna þessarar starfsemi er því 0,45 til 1,25 milljarðar króna. Lauslega áætlað eru það um 800 manns sem vinna við þessa gjaldeyrisöflun sauðfjárbænda. Ætli bein og óbein gjaldeyrissköpun 40 til 100 álversstarfsmanna sé ekki eitthvað af svipaðri stærðargráðu? Sagt með öðrum orðum: Sé tilgangurinn með því að flytja kindakjöt út frekar en að bjóða það á innlendum markaði sá að afla útflutningstekna væri margfalt hagkvæmara að grípa til annarra meðala. Fimmtíu til hundrað verkamenn í hefðbundinni útflutningsframleiðslu gætu leyst þessa átta hundruð bændur undan sínu striti. Sjö hundruð manna harðsnúið lið myndi geta tekist á við brýn verkefni um allt land. Sagt með enn öðrum hætti: Framleiðsla kindakjöts til útflutnings er örugglega ekki þjóðhagslega hagkvæm iðja, og þó er ekki tekið tillit til kostnaðar við gróðureyðingu sem starfseminni fylgir. NiðurlagHalldór Laxness lætur söguhetju sína Bjart í Sumarhúsum bregðast við ytra áreiti með því að hverfa með síminnkandi áhöfn sína og síminnkandi fjölskyldu hærra upp í heiðina og óbyggðirnar, á vit hægdrepandi sjálfsútrýmingar. Væri persónan Bjartur skrifuð inn í veruleika dagsins væri hann sjálfsagt látinn hefja gönguna í átt að Urðaseli með óskiljanlegu tauti um greiðslumark, fæðuöryggi, gjaldeyrisöflun, vonda menn í Brussel, sjálfstæði Íslendinga, forna búskaparhætti og glæsileik sauðkindarinnar umfram hænsn og svín. Vonandi hafa forystumenn Bændasamtaka Íslands ekki gert Bjart að fyrirmynd sinni. En margt af því sem þeir hafa aðhafst í nafni umbjóðenda sinna síðustu misseri á opinberum vettvangi gæti vissulega vakið upp spurningar í þá veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Kindakjötsframleiðendur hafa í tímans rás ýmist flutt út kjöt eða fargað til að takmarka framboð og hækka verð á innanlandsmarkaði. Útflutningur kindakjöts er ekki og hefur ekki verið útlátalaus fyrir skattgreiðendur á Íslandi. Í þessari grein verður gerð tilraun til að útskýra gangvirki förgunar og útflutnings kindakjöts jafnframt því sem reynt verður að svara þeirri spurningu hvort réttlætanlegt sé að flytja kindakjöt til útlanda í þeim tilgangi að afla gjaldeyris. Förgun kjötsÍ fréttaskýringu í Fréttablaðinu þann 28. júní síðastliðinn er farið yfir skipulag sölumála á kindakjötsmarkaðnum á Íslandi. Í fréttaskýringunni kemur m.a. fram að förgun svokallaðs skilakjöts kostaði tugi milljóna á ári. Ekki fylgir fréttinni hvert söluverð eða kostnaðarverð hins fargaða kjöts er, en ekki þarf að fara í grafgötur með að þær tölur hlaupa á hundruðum milljóna. Þessi förgun er tilkomin vegna þess fyrirkomulags á kjötsölu sem afurðastöðvar landbúnaðarins hafa komið á. Afurðastöðvarnar eða aðrir vinnsluaðilar eiga kjötið þar til það hefur verið selt neytandanum. Þetta fyrirkomulag kemur í veg fyrir að smásalinn bjóði neytendum kjötvörur sem eru að nálgast síðasta söludag á lækkuðu verði. Þess í stað kemur sendibíll frá afurðastöðinni með nýjar birgðir og flytur kjötið sem er næstum útrunnið til förgunar. Förgunaraðferðir hafa breyst síðan 1987 þegar hrútakjöt var keyrt á haugana, en förgun er förgun bæði nú og 1987. Kjötkaupmenn og afurðastöðvamenn sem ég hef talað við hafa bent á þrjár athygliverðar staðreyndir: Í fyrsta lagi er miklu minni rýrnun í hvíta kjötinu en í kindakjötinu, í öðru lagi hefur dregið mjög úr yfirfyllingu kindakjötskælanna eftir að krónan féll og útflutningsmarkaðir fóru að gefa meira. Í þriðja lagi er bent á að í framleiðslu hvíta kjötsins séu markaðslögmál virk og að offramboð verði til þess að framleiðendur fái að hætta og jafnvel að fara á hausinn. Þessar staðreyndir benda til þess að afurðastöðvar landbúnaðarins geti haft stjórn á hversu miklu er fargað af kindakjöti og að förgunin sé liður í að halda uppi verði á þessháttar kjöti. Hvernig svo sem þessu er háttað þá er það staðreynd að kjöt af hrút og gimbur sem áður fór þurrkryddað eða bláberjalegið til förgunar í innlendri sorpeyðingarstöð fer nú í utanlandsreisu. Skoðum í hvaða mæli sú reisa er á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Niðurgreiðsla á útfluttu lambakjöti.Forsvarsmenn bænda halda því gjarnan fram að ekki sé lengur greitt með útflutningi lambakjöts, enda hafi útflutningauppbætur verið aflagðar árið 1992. En ekki er allt sem sýnist þegar styrkjakerfi landbúnaðarins er annars vegar. Íslenskir skattgreiðendur leggja gífurlega fjármuni til lambakjötsframleiðslunnar í formi beingreiðslna. Beingreiðslur og gæðastýringarálag vegna sauðfjárframleiðslu nam um 3 milljörðum króna á síðasta ári. Samkvæmt búreikningum koma nærri 40% tekna sauðfjárbænda frá hinu opinbera. Hagstofan upplýsir að fob-verðmæti útfluttra sauðfjárafurða hafi verið um 2,75 milljarðar króna árið 2010. Samkvæmt Hagtölum landbúnaðarins nam greiðslumark ársins 2010 í kindakjöti um 6,7 þúsundum tonna meðan innanlandssalan nam um 6,1 þúsundi tonna. Meðlag ríkisins með útflutningi felst því í beingreiðslum og gæðastýringarálagi vegna þeirra 600 tonna sem eru innan greiðslumarks og eru flutt út. Upphæðin nemur um 400 milljónum króna. Hærri upphæð fæst sé beingreiðslum dreift á hvert framleitt kíló. Þannig reiknað verður meðlag hins opinbera með útfluttum sauðfjárafurðum um 1,2 milljarðar króna, enda er nú meira en þriðja hvert kíló sauðfjárafurða flutt út. Þessu fé væri líklega betur varið með öðrum hætti en til að auka fjölbreytni í kjötframboði í erlendum stórmörkuðum. Ekki skiptir máli hvaða nafn þessum greiðslum er gefið á þriðju hæðinni á Hótel Sögu, þær stuðla að slæmri meðferð á opinberu fé hvert sem heitið er. Gjaldeyristekjusköpun sauðfjárbænda rýrÚtflutningstekjur vegna útflutnings sauðfjárafurða námu 2,75 milljörðum króna árið 2010 eins og fyrr sagði. Bændur fá á bilinu 0,4 til 1,2 milljarða króna beint frá hinu opinbera til að framleiða þessa 2,75 milljarða af útflutningstekjum. Það væri hægari leikur fyrir hið opinbera að versla þessa 0,4 til 1,2 milljarða króna í gjaldeyri beint við bankana en að senda þessa peninga fyrst í ferðalag upp í sveit. En þar með er ekki öll sagan sögð því bændur þurfa að kaupa erlend aðföng, olíu, áburð, dráttarvélar, varahluti, heyrúlluplast og fleira fyrir um 1,1 milljarð króna til að framleiða afurðir sem gefa af sér 2,75 milljarða króna í útflutningstekjur. Hreinar gjaldeyristekjur séð frá sjónarhóli almennings í landinu vegna þessarar starfsemi er því 0,45 til 1,25 milljarðar króna. Lauslega áætlað eru það um 800 manns sem vinna við þessa gjaldeyrisöflun sauðfjárbænda. Ætli bein og óbein gjaldeyrissköpun 40 til 100 álversstarfsmanna sé ekki eitthvað af svipaðri stærðargráðu? Sagt með öðrum orðum: Sé tilgangurinn með því að flytja kindakjöt út frekar en að bjóða það á innlendum markaði sá að afla útflutningstekna væri margfalt hagkvæmara að grípa til annarra meðala. Fimmtíu til hundrað verkamenn í hefðbundinni útflutningsframleiðslu gætu leyst þessa átta hundruð bændur undan sínu striti. Sjö hundruð manna harðsnúið lið myndi geta tekist á við brýn verkefni um allt land. Sagt með enn öðrum hætti: Framleiðsla kindakjöts til útflutnings er örugglega ekki þjóðhagslega hagkvæm iðja, og þó er ekki tekið tillit til kostnaðar við gróðureyðingu sem starfseminni fylgir. NiðurlagHalldór Laxness lætur söguhetju sína Bjart í Sumarhúsum bregðast við ytra áreiti með því að hverfa með síminnkandi áhöfn sína og síminnkandi fjölskyldu hærra upp í heiðina og óbyggðirnar, á vit hægdrepandi sjálfsútrýmingar. Væri persónan Bjartur skrifuð inn í veruleika dagsins væri hann sjálfsagt látinn hefja gönguna í átt að Urðaseli með óskiljanlegu tauti um greiðslumark, fæðuöryggi, gjaldeyrisöflun, vonda menn í Brussel, sjálfstæði Íslendinga, forna búskaparhætti og glæsileik sauðkindarinnar umfram hænsn og svín. Vonandi hafa forystumenn Bændasamtaka Íslands ekki gert Bjart að fyrirmynd sinni. En margt af því sem þeir hafa aðhafst í nafni umbjóðenda sinna síðustu misseri á opinberum vettvangi gæti vissulega vakið upp spurningar í þá veru.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar