Silkimjúkt indí-draumpopp 4. ágúst 2011 21:00 Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Síðustu tvær plötur ensku popparanna í Wild Beasts hafa fengið flotta dóma. Hljómsveitin spilar á Big Chill-hátíðinni á morgun. Enska hljómsveitin Wild Beasts gaf út sína þriðju plötu, Smother, fyrr á árinu. Platan hefur fengið frábæra dóma og telja tónlistarspekúlantar líklegt að hún lendi ofarlega á hinum ýmsu árslistum í desember. Hér fyrir ofan má sjá myndbandið við fyrstu smáskífuna af Smother, Albatross. Wild Beasts var stofnuð árið 2002 í bænum Kendal á Englandi. Hljómsveitin hét upphaflega Fauve (villiköttur á frönsku) og stofnmeðlimir voru þeir Hayden Thorpe og Ben Little. Fauve var upphaflega dúó en þegar trommarinn Chris Talbot gekk til liðs við sveitina var nafninu breytt í Wild Beasts. Síðar meir átti bassaleikarinn Tom Fleming eftir að bætast í hópinn. Eftir að hafa gefið út tvær EP-plötur og flutt til borgarinnar Leeds gerði hljómsveitin útgáfusamning við Bad Sneakers Records og skömmu síðar við Domino Records. Fyrsta platan í fullri lengd, Limbo, Panto, vakti athygli á sveitinni og töldu tónlistarblaðamenn hana líklega til vinsælda. Falsettusöngstíll Thorpe þótti fyrirtak rétt eins og silkimjúkt poppið og nýir aðdáendur skriðu fram úr fylgsnum sínum. Næsta plata, Two Dancers, sem kom út 2009, sló í gegn og varð ofarlega á mörgum árslistum. Í framhaldinu var sveitin tilnefnd til Mercury-verðlaunanna í Bretlandi árið 2010 en verðlaunin féllu í skaut The XX. Tónlist Wild Beasts hefur verið lýst sem blöndu af indítónlist og draumpoppi. Hljóðgervlar eru áberandi á nýju plötunni, sem hefur fengið fantagóða dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hjá Q og The Guardian og 9 af 10 hjá Clash og NME. Til að fylgja Smother eftir er Wild Beasts á leið í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku og verða fyrstu tónleikarnir á The Big Chill-hátíðinni á Englandi annað kvöld. Þar stíga einnig á svið The Chemical Brothers, Robert Plant og Kanye West. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira