Innlent

Jarðvarmi nýttur við saltgerð

Garðar stefánsson
Garðar stefánsson
Hópur frumkvöðla hefur endurvakið aldagamla framleiðsluaðferð í nýstofnuðu saltvinnslufyrirtæki á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi. „Við notum jarðvarma. Aðferðin er sú umhverfisvænsta sem völ er á því aðrir nota gas eða brenna eldiviði,“ segir Garðar Stefánsson, sem er einn eigenda fyrirtækisins Saltverk Reykjaness.

Hugmyndin kviknaði út frá skrifum Lýðs Björnssonar um saltverksmiðju á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi á 18. öld, en þar var jarðvarmi nýttur við saltgerð í fyrsta sinn. „Við ákváðum að endurvekja saltvinnslu á þessum stað og nýta sömu aðferð við gerð kristalsjávarsaltsins,“ útskýrir Garðar, sem er þess fullviss að fyrirtækið sé það eina í heiminum sem beiti þessari aðferð.

Fyrirtækið mun á næstunni setja fyrstu vörurnar á markað en forsvarsmenn þess telja sig geta framleitt allt að 20 tonn af salti á ári. Að þeirra mati ætti það að anna eftirspurn á íslenskum markaði.

- hþt / sjá síðu 14




Fleiri fréttir

Sjá meira


×