Innlent

Þrjár nauðganir til lögreglunnar

Þrjú nauðgunarmál bárust á stöðina í kjölfar verslunarmannahelgarinnar.
Þrjú nauðgunarmál bárust á stöðina í kjölfar verslunarmannahelgarinnar.
Þrjú nauðgunarmál hafa borist á borð kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar síðustu verslunarmannahelgar. Öll atvikin áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu og konurnar fóru allar á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Tvær af þessum þremur meintu nauðgunum voru kærðar til lögreglu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru fórnarlömbin á aldrinum átján ára til um þrítugt. Ein kvennanna, sem fór á bráðamóttöku hefur ekki kært nauðgun, en málið fór engu að síður í ferli og endaði á borði lögreglunnar. Umrætt atvik mun hafa átt sér stað á skemmtistað í borginni.

Í hinum tilvikunum tveimur var um að ræða stúlku, sem er tæplega átján ára og konu á þrítugsaldri. Báðar áttu nauðganirnar sér stað í heimahúsum og hinir meintu gerendur voru vel kunnugir þolendunum. Í öðru tilvikinu var karlmaður handtekinn, yfirheyrður og honum síðan sleppt. Hann bar við minnisleysi.

Lögreglan á Selfossi rannsakar fjögur nauðgunarmál eftir Þjóðhátíðina í Vestmannaeyjum. Karlmaður situr í gæsluvarðhaldi til 2. september.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×