Viðskipti erlent

Mikil lækkun á mörkuðum

wall street Mikil spenna er á hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Fréttablaðið/ap
wall street Mikil spenna er á hlutabréfamörkuðum þessa dagana. Fréttablaðið/ap
Hlutabréfamarkaðir í Frakklandi og Þýskalandi féllu um meira en fimm prósentustig í gær eftir að orðrómur um mögulega lækkun á lánshæfismati franska ríkisins komst á kreik. Verulegur ótti er enn á fjármálamörkuðum og lítið þarf til að hræða fjárfesta.

Helstu matsfyrirtækin þrjú, Moody‘s, Standard & Poor‘s og Fitch, tilkynntu seinna í gær að engin breyting yrði gerð á lánshæfiseinkunn franska ríkisins, hún væri enn AAA.

Hlutabréf franska bankans Societe Generale lækkuðu um rúm 20 prósent. Við lokun nam lækkunin tæpum 15 prósent.

Bandaríska hlutabréfavísitölur fylgdu þeim evrópsku eftir. Dow Jones-hlutabréfavísitalan lækkaði um 4,63 prósent eða 520 stig, S&P 500 lækkaði um 4,42 prósent og Nasdaq um 4,09 prósent.

Bandaríski seðlabankinn tilkynnti í fyrradag að hann ætlaði að halda stýrivöxtum sínum í núll prósentustigum til ársins 2013 til að styðja við bandarískt efnahagslíf. Vonast var til að yfirlýsingin myndi róa markaðina en það dugði ekki til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×