Viðskipti erlent

Dældi fé inn á dapran markað

Verðfall að sporna við verðfalli á mörkuðum.
Verðfall að sporna við verðfalli á mörkuðum. nordicphotos/AFP
Seðlabanki Evrópusambandsins keypti hlutabréf fyrir 22 milljarða evra í síðustu viku til að sporna við falli á mörkuðum á Spáni og Ítalíu.

Þetta samsvarar 3.200 milljörðum króna og er meira fé en bankinn hefur nokkru sinni dælt inn á markaði.

Bankinn skýrði frá þessu í gær, daginn áður en leiðtogar Frakklands og Þýskalands hittast til að ræða skuldavandann sem enn hrjáir Evrópuríki.

Ítalía hefur staðið tæpt undanfarið vegna skuldabaggans og Frakkland komst einnig í vanda í síðustu viku.

- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×