Burt af hvaða svæði? Ari Trausti Guðmundsson skrifar 18. ágúst 2011 07:00 Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Kreppa leggur byrðar á þegnana. Því miður er þeim misskipt. Þorri Íslendinga hefur borið þær af töluverðri reisn. Samtímis sleppa sumir byrðalausir, einhverjir hagnast jafnvel á ástandinu en margir kikna undan öllu saman. Mitt í þessu ástandi standa stjórnvöld í ströngu og telja sig vera að skipta byrðunum og bjarga samfélaginu eða reisa það við. Í sumu hefur tekist að finna nothæfa leið en í öðru ekki. Aðstoð við þá sem eru komnir á hnén er margvísleg en umdeild og tæplega næg. Fasteignaskuldir meirihluta landsmanna eru allt of háar og hækka umfram alla sanngirni. Íslensk heimili eru þau skuldsettustu í Evrópu. Afleiðingin er minni neysla og versnandi lífskjör þrátt fyrir ýmis góð merki um raunverulegan viðsnúning sem ráðherrar nefna „hægan efnahagsbata“. En svona er staðan samhliða geigvænlegu verðlagi á helstu nauðsynjum. Hilluverðið hefur hækkað umfram alla sanngirni. Tannkremið hans Jóns hefur hækkað um 100%, úr 400 í 800 krónur. Húsnæðislán skilvísu Gunnu hækkaði úr 13 milljónum króna í 18 á tveimur árum og afborgunin úr 70.000 í 100.000 á meðan hún nú geymir aflafé til næstu afborgunar á sparireikningi með neikvæðum vöxtum. Þegar yfir lýkur hefur hún greitt bankanum 60-70 milljónir króna, segja sérfræðingar, með sínar 4-6 milljón króna árstekjur fyrir skatta. Þeir segja líka að bankinn hafi eignast lánið á útsölu, fyrir 35% af nafnvirði. Mitt í þessum veruleika ritar Árni Páll efnahags- og viðskiptaráðherra grein í blaðið (3.ág. Burt af hættusvæðinu). Hann minnir á að evruríkin leiti nú leiða til að þurfa ekki að leggja óbærilegar byrðar á þegnana og hve mikilvægt sé að ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi fram og grafið undan efnahagsstöðugleika. Hann minnir á hve útflutningsvörur okkar eru viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun fólksins í þessum löndum. Hann skrifar um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs sem þurfi að tryggja. Skyldi vera unnt að heimfæra þessi orð yfir á skilvísu heimili landsins? Miðað við kaupmátt launa eru byrðar meirihluta skuldandi þegna að verða óbærilegar. Skuldaþróunin hefur fyrir löngu stefnt úr hófi fram og grafið undan stöðugleika heimila umfram sanngjarnar byrðar. Kaupmáttur hins stóra hóps meðaltekjufólks rýrnar hratt og það grefur undan tekjum ríkis og fyrirtækja. Samkeppnishæfni alþýðu manna er of lítil. Árni Páll notar orðin heilbrigðar framtíðarhorfur í grein sinni. Þegar tannkremstúpa Jóns kostar 1.000 krónur eftir önnur tvö ár og 5% launahækkun, og lán Gunnu hefur náð yfir 50% af eignarvirðinu (það var 35% í upphafi), hverjar eru þá heilbrigðar framtíðarhorfur þessa óheppna, vinnusama og skilvísa pars? Norskur veruleiki? Spurt er um lausnir á ástandinu. Þær eru til en væru líklega nokkuð harðar, bæði bönkum og ríkisfjármálum. Árni Páll bendir á að lausn evruríkja í þeirra vanda feli m.a. í sér endurfjármögnun og endurmat á skuldum (án óbærilegra byrða á þjóðirnar). Þetta skyldi þó ekki geta átt við um samskipti skuldsetts almennings, stóru bankanna, Íbúðalánasjóðs, lífeyrissjóðanna og ríkisins?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun