Innlent

Minning hinna látnu heiðruð

Minning þeirra sem létust í hryðjuverkaárásinni í Noregi verður minnst á sunnudag.fréttablaðið/anton
Minning þeirra sem létust í hryðjuverkaárásinni í Noregi verður minnst á sunnudag.fréttablaðið/anton
Borgarráð hefur samþykkt þá tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra að ljós verði tendrað á Friðarsúlunni í Viðey næstkomandi sunnudagskvöld. Tilefnið er að stjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að sunnudagurinn 21. ágúst skuli tileinkaður minningu þeirra er létust í hryðjuverkaárásunum í Ósló og á Útey 22. júlí síðastliðinn.

Að öllu jöfnu er ekki kveikt á Friðarsúlunni fyrr en 9. október ár hvert en í samráði við höfund verksins, Yoko Ono, er nú lagt til að gerð verði á því undantekning og að ljós súlunnar fái að loga frá sólsetri 21. ágúst og fram á morgun. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×