Innlent

Varnargarðurinn ver 60 íbúðir

Flóðavarnir Ofanflóðagarðarnir munu setja mikinn svip á Ísafjarðarbæ.
mynd/Ómar smári kristinsson
Flóðavarnir Ofanflóðagarðarnir munu setja mikinn svip á Ísafjarðarbæ. mynd/Ómar smári kristinsson
Kynntar hafa verið tillögur vegna mats á umhverfisáhrifum vegna ofanflóðagarða undir Gleiðarhjalla í Skutulsfirði. Markmiðið er að verja um sextíu íbúðir í Ísafjarðarbæ við Hjallaveg og Hlíðarveg. Garðarnir breyta kennileitum á Ísafirði mikið enda vel sýnilegir en til að bæta fyrir þau útivistarsvæði sem tapast á framkvæmdasvæðinu er gert ráð fyrir gönguleiðum á og við varnargarðana, sem og ofan byggðarinnar.

Í Náttúruminjaskrá eru ekki tilteknar neinar náttúruminjar á því svæði sem framkvæmdir ná yfir og í umsögnum með tillögunum kemur fram að að samkvæmt fornleifaskráningu frá árinu 2002 eru engar fornleifar taldar vera á svæðinu. Fornleifafræðingur mun þó kanna fyrirhugað framkvæmdasvæði.

Landgræðslan gerir ekki athugasemdir við matsdrögin í sinni umsögn frekar en Umhverfisstofnun eða Vegagerðin.

Framkvæmdaaðili er Ísafjarðarbær en Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón með verkinu. Mat á umhverfisáhrifum annast Náttúrustofa Vestfjarða. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×