Innlent

Kveikt á friðarsúlunni fyrir fórnarlömbin

Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey á morgun og fórnarlamba hryðjuverkanna í Noregi minnst. 21. ágúst er í Noregi tileinkaður fórnarlömbunum. Reykjavíkurborg vill með þessu senda innilegar samúðarkveðjur til Norðmanna og minnast þeirra sem létust. Kveikt er á súlunni í samráði við Yoko Ono, en venjulega er ekki kveikt á henni fyrr en 9. október.

Tónleikar verða í Viðey og Jón Gnarr og Silje Arnekleiv munu segja nokkur orð. Fólk er hvatt til að mæta og koma með rauða rós með sér. Tveir fyrir einn verður í Viðeyjarferjuna. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×