Innlent

Össur vill Assad frá völdum

Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson
Össur Skarphéðinsson tekur undir kröfur margra þjóðarleiðtoga um að Bashar al Assad, forseti Sýrlands, víki úr embætti.

Utanríkisráðherrann fordæmir framferði sýrlenskra stjórnvalda, ofbeldi gegn óbreyttum borgurum, fjöldahandtökur og pyntingar.

Þá segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að aðgerðir sýrlenskra stjórnvalda séu gróft brot á alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og grimmdarleg árás á réttmætar kröfur íbúa um umbætur og lýðræðisþróun. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×