Innlent

Piparúða sprautað inni á Kaffibarnum

óvenjulegt atvik Piparúða var sprautað inni á skemmtistaðnum Kaffibarnum síðasta fimmtudagskvöld. Gestir fundu fyrir nokkrum óþægindum. 
fréttablaðið/pjetur
óvenjulegt atvik Piparúða var sprautað inni á skemmtistaðnum Kaffibarnum síðasta fimmtudagskvöld. Gestir fundu fyrir nokkrum óþægindum. fréttablaðið/pjetur
Piparúða var sprautað inni á skemmtistaðnum Kaffibarnum nú á fimmtudagskvöld með þeim afleiðingum að nokkrir gestir fengu ertingu í háls og augu. Samkvæmt starfsmanni Kaffibarsins var atvikið þó ekki alvarlegt og engan sakaði.

Margir voru á Kaffibarnum þetta kvöld og var danski plötusnúðurinn Djuna Barnes að þeyta skífum þegar atvikið átti sér stað. Að sögn starfsmanna staðarins olli þetta svolitlum óþægindum hjá þeim er stóðu næst útidyrunum en annars hafi þetta gengið yfir á stuttum tíma og gestir haldið áfram að skemmta sér. Einn starfsmaður Kaffibarsins hafði svo á orði að atvikið væri vissulega óvenjulegt en að margt skrítnara en þetta gerðist í næturlífinu.

Talið er að sömu aðilar hafi verið að verki á Kaffibarnum og á Laugavegi en piparúða var sprautað framan í vegfaranda sama kvöld. Vísir greindi frá því að maðurinn hefði verið á gangi þegar hópur manna hefði komið að honum. Einn úr hópnum hefði sprautað úðanum í andlit mannsins og svo hefði hópurinn haldið á brott. Lögregla mætti á staðinn og leitaði að mönnunum en sú leit bar engan árangur.

- sm


Tengdar fréttir

Heimspressan fylgist með opnun Hörpu

Blaðamenn frá helstu fjölmiðlum heims eru staddir í Reykjavík til að fylgjast með því þegar glerhjúpur Hörpunnar verður lýstur upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×