Ég hef ekki efni á því að vinna með gleði í hjarta! Helga C Reynisdóttir skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Að vera leikskólakennari er skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við enda starfaði ég sem leikskólaliði í níu ár áður en ég hóf nám í Kennaraháskólanum árið 2003. Ég hef þar af leiðandi mikla reynslu af öllu því metnaðarfulla starfi sem unnið er í leikskólanum. Þetta starf er svo fjölbreytt og gefandi að mér finnst heiður að hafa fengið að starfa með öllu þessu flotta samstarfsfólki og nemendum sem hafa farið í gegnum leikskólann minn í öll þessi ár. Hlutverk mitt sem leikskólakennari felst m.a. í þeirri gefandi vinnu að taka á móti og aðlaga í leikskólann það mikilvægasta sem foreldrar eiga, sem eru börnin þeirra: Ég er sáluhjálpari á erfiðum tímum í lífi barnanna, er fyrsta hjálp þegar þau skrapa á sér hnén eftir eltingaleik, traustur vinur þegar einhvað bjátar á og þeirra helsti stuðningsaðili þegar yfirstíga þarf hindranir. Í staðinn fæ ég faðmlög, ómælda gleði í hjartað og fullkomið traust nemenda minna. Þetta er einungis brot af vinnu leikskólakennara, því okkar hlutverk er að standa vörð um nám og velferð okkar nemenda. Með námi á ég við fjölþætta aðalnámskrá leikskóla sem við vinnum eftir og kemur inn á fjölmörg svið s.s. náttúru og umhverfismennt, heilbrigði og velferð, málrækt, lýðræði og svona mætti lengi telja. Þetta vinnum við með í gegnum leik og starf allt árið um kring, þrátt fyrir niðurskurð og góðærið sem aldrei kom inn í leikskólann. Í góðærinu átti leikskólinn erfitt uppdráttar því launin voru svo lág að fólk sótti ekki um þau störf sem voru laus. Í kreppunni er þetta ekkert betra, við vinnum undir miklu álagi þar sem flest sveitarfélög hafa skorið niður afleysingar og velta álaginu yfir á starfsfólk og kennara sem standa þó alltaf sína plikt sama hvað sem á bjátar. Sem 35 ára leikskólakennari með deildarstjórn ber ég ábyrgð á 23 tveggja ára nemendum og fjórum starfsmönnum. Fyrir það fæ ég 209.409 kr. í vasann eftir skatta og launatengd gjöld. Ég hef ekki lengur efni á að vinna með gleði í hjarta.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar