Rangfærslur um mannréttindi leiðréttar Bjarni Jónsson skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson hefur verið ötull við að gagnrýna samþykkt Mannréttindaráðs Reykjavíkur (MRR) um „Skólastarf í Reykjavík og trúar- og lífsskoðunarfélög“ sem bíður afgreiðslu borgarráðs. Í umræðu í vetur komu fram ýmsar fullyrðingar sem eru rangar um innihald tillagnanna og markmið þeirra. Rangfærslurnar hafa síðan verið endurteknar þrátt fyrir tilraunir til að leiðrétta þær. Mig langar að gera enn eina tilraun til að leiðrétta nokkrar þeirra. Í grein Júlíusar hinn 20. ágúst í Fbl. vitnar hann í álit borgarlögmanns um starfssvið ráðsins: „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um.“ Í 2. grein samþykkta ráðsins segir: „Mannréttindaráð skal móta stefnu, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess.“ Samþykkt MRR bíður nú afgreiðslu borgarráðs og vinnur það því samkvæmt samþykktum þess. Engum af þeim sem standa að samþykktinni hefur nokkru sinni dottið í hug annað verklag. Engin andstæða er í áliti lögmannsins og samþykktum MRR þar sem þeim er fylgt. Það er eitt af meginhlutverkum MRR og skrifstofunnar að gæta þess að mannréttindi séu virt í starfsemi borgarinnar. Það væri því beinlínis rangt ef MRR hefði ekki sett fram þær samskiptareglur sem nú er verið að innleiða. Grunnur að þeirri vinnu var lagður með vinnu og skýrslu um skóla og trúmál sem birt var 2008. Eins og áður segir hefur umræðan um þetta mál oft á tíðum snúist um málefni sem ekki er getið í tillögunni. Ég ætla, að þegar fólk tekur fram lyklaborðið til að taka þátt í lýðræðislegri umræðu, að það lesi það sem það hyggst gagnrýna. Því hefur verið haldið fram að verið sé að vega að rótum kristni, að verið sé að breyta námsskrá og kennslu um kristni. Því er einnig haldið fram að verið sé að leggja niður þjóðsönginn og jólin og banna umræðu um vináttu, umhyggju og náungakærleik, að verið sé að útrýma kristinni menningu og ráðast á þjóðkirkjuna og steypa andlegri örbirgð yfir börn í Reykjavík! Meira að segja hefur því verið haldið fram að ekki megi ræða um útfarir í skólum vegna samþykktarinnar! Ekkert af ofangreindum fullyrðingum er að finna í samþykkt MRR. Í þeim er verið að setja ramma utan um samskipti skóla við trúar- og lífsskoðunarfélög. Í samþykktinni er kveðið á um að hlutverk skóla sé að fræða um ólík trúarbrögð og lífsskoðanir. Einnig er þess getið að skólastjórnendur geti boðið fulltrúum lífsskoðana í heimsókn til kynningar samkvæmt námsskrá. Einnig er þar að finna ákvæði sem ætlað er að koma í veg fyrir trúboð í skólum og á frístundaheimilum enda er það ekki hlutverk opinberra skóla að vera vettvangur slíks. Einn liður samþykktanna tekur á heimsóknum nemenda í helgistaði trúarhópa og skuli þær vera samkvæmt námsskrá og undir handleiðslu kennara. Í heimsóknum skal gætt að því að börnin séu ekki þátttakendur í helgisiðum eða athöfnum. Því er síðan beint til félaga við skipulagningu fermingarfræðslu og barnastarf skuli skólastarf ekki verða fyrir truflun. Einnig er þess getið að við áfall tengt skólum skuli aðstoðar leitað til fagaðila, s.s. sálfræðinga eða fulltrúa trúar- eða lífsskoðunarfélaga. Þetta er í stórum dráttum innihald samþykkta MRR. Ég vil því spyrja þá sem lesa þessa grein: Er eitthvað í upptalningu innihalds samþykktarinnar sem réttlætir þá gagnrýni sem ég hef minnst á hér að ofan? Það þarf alla vega mjög skökk gleraugu til að geta lesið slíkt úr samþykkt MRR.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun