Skólastjórinn er svartsýnn 23. ágúst 2011 05:00 Hilmar Oddsson Eignarhaldið virðist standa í vegi fyrir lausn á vanda Kvikmyndaskóla Íslands, segir skólastjórinn, sem kveður menntamálaráðuneytið hafa hafnað tillögu um breytt eignarhald.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
„Ég er rosalega svartsýnn,“ segir Hilmar Oddsson, skólastjóri Kvikmyndaskóla Íslands, eftir fund um fjárhagsvanda skólans í menntamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Skólinn var ekki settur í gær. Hilmar segir að fulltrúar skólans hafi í gærmorgun sett fram óformlega tillögu um breytt eignarhald á skólanum. „Það er augljóst að það er styrr um rekstrar- og eignarðaðila að skólanum. Við vorum að reyna að finna leið framhjá þeim ef það eru þeir sem eru að trufla málið. Því var hafnað,“ segir Hilmar. Skólastjórinn segir málið ekki búið en sér sýnist að ekkert sé hægt að gera fyrir Kvikmyndaskólann. „Það er það sem okkur er sagt,“ segir Hilmar, sem kveður erfiða stöðu þá koma upp. „Það sem gerist er að 150 nemendur hrökklast frá námi og það þarf að finna þeim einhvern stað. Það er ekki eins auðvelt og einhverjir kannski ætla.“ Hilmar segir ábyrgðina á stöðu nemendanna að hluta liggja hjá aðstandendum skólans. „En við höldum því fram að við berum ábyrgðina ekki ein – það gera báðir aðilarnir,“ segir hann. Svandís Svavarsdóttir, starfandi menntamálaráðherra, sat fundinn í gær ásamt fleiri starfsmönnum ráðuneytisins. Þar voru einnig fulltrúar skólans og kennara hans og nemenda. Svandís segir það hafa verið fyrsta fundinn með öllum aðilum málsins. „Uppleggið á fundinum var að stjórnendur skólans gerðu ráðuneytinu grein fyrir því hvernig þeir ætluðu að uppfylla skuldbindingar sínar gagnvart nemendum sem lofað hefði verið ákveðinni menntun. Þeirri spurningu hefur enn ekki fyllilega verið svarað,“ segir ráðherrann. Spurð um ábyrgð segir Svandís ljóst að skólinn hafi kosið að vaxa án þess að fjármagn væri til fyrir þeim rekstri. Slík framkoma gagnvart nemendum væri umhugsunarefni. „Það má líka velta fyrir sér hver sé staða nemenda sem gera samkomulag af þessu tagi við einkaaðila sem getur stækkað eða minnkað eins og honum sýnist en þegar vandinn kemur upp er gert ráð fyrir að hið opinbera komi og hjálpi til,“ segir Svandís, sem kveðst munu gera allt sem hún geti til að greiða úr málum nemendanna. Nemendur Kvikmyndaskólans fylktu í gærmorgun liði á Vinnumálastofnuna og sóttu um atvinnuleysisbætur. Þeir segjast ekki skilja hvers vegna ekki hafi verið samið við skólann; öll gögn bendi til þess að hagkvæmast sé fyrir alla aðila að halda rekstri hans áfram. gar@frettabladid.is magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira