Erlent

Styðja nýju stjórnina

Gaddafi er á flótta.
Gaddafi er á flótta.
Þjóðarleiðtogar víða um heim lýstu því yfir í gær að stjórn Gaddafís væri fallin. Þeir hvöttu jafnframt einræðisherrann til þess að gefast upp og komast þannig hjá frekara blóðbaði.

Þrátt fyrir að ekki sé vitað hvar Gaddafí dvelst hófst áætlanagerð fyrir framtíðina. Bretar segjast ætla að láta af hendi á næstunni þá fjármuni sem þeir frystu. Þjóðverjar hyggjast gera slíkt hið sama. Frakkar greindu frá áætlunum um alþjóðlegan fund um málið í næstu vikunni og Ítalir hafa sent mannskap til höfuðstöðva uppreisnarmannanna í Bengasí til að aðstoða við uppbyggingu og endurreisn olíu- og gasvinnslu.

Evrópusambandið hefur heitið því að halda áfram að styðja við breytingar í Líbíu.

Leiðtogar hafa jafnframt varað við hættunni á því að mannskæð átök haldi áfram og versni ef Gaddafí fari ekki frá völdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×