Innlent

Fálkastofninn nálgast hámark

fálki Stærð fálkastofnsins ræðst aðallega af stærð rjúpnastofnsins en rjúpa er mikilvægasta fæða fálkans.
Mynd/gunnlaugur örn valsson
fálki Stærð fálkastofnsins ræðst aðallega af stærð rjúpnastofnsins en rjúpa er mikilvægasta fæða fálkans. Mynd/gunnlaugur örn valsson
Ólafur Karl Nielsen
Árlegri talningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á fálkum er lokið. Stærsti áhrifaþáttur á stærð stofnsins er ástand rjúpnastofnsins, en rjúpa er mikilvægasta fæða fálka.

„Mjög sterk tengsl eru milli fálka- og rjúpnastofnsins. Rjúpnastofninn er ansi sveifukenndur og raunar með furðu reglulegar sveiflur sem ná hámarki á ellefu ára fresti. Fálkastofninn sýnir hliðstæðar sveiflur en ekki eins ýktar,“ segir Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur við Náttúrufræðistofnun.

Ólafur segir fálkum sennilega fjölga næstu tvö árin en fara svo fækkandi þar sem rjúpnastofninn hafi náð toppi í fyrra. Fálkastofninn nái þó varla neinu háflugi þar sem toppurinn hafi verið lágur.

„Rjúpum fækkaði mikið núna en ekki er við því að búast að fálkum fækki verulega fyrr en eftir kannski tvö ár,“ segir Ólafur.

Stofnunin hefur talið fálka í Þingeyjarsýslum frá maí til júní ár hvert frá árinu 1981. Fálkaóðul eru þá heimsótt og athugað hvort þau séu í ábúð eða ekki en sömu óðulin eru notuð af fálkum ár eftir ár. Í ár voru 59 prósent þeirra í ábúð. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×