Innlent

Barnið átti grunlausan blóðföður á Íslandi

LÖGREGLAN 
Fann fullburða sveinbarn í ruslageymslunni.
LÖGREGLAN Fann fullburða sveinbarn í ruslageymslunni.
Niðurstöður DNA rannsóknar hafa leitt í ljós að sveinbarn sem litháísk móðir skildi eftir nýfætt og andvana í ruslageymslu við Hótel Frón í júlí í sumar átti blóðföður hér á landi, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Faðirinn og móðirin bjuggu saman heima hjá föður hans um skeið eftir að hún kom til Íslands frá Litháen í október á síðasta ári, en slitu síðan samvistir. Faðir barnsins hafði ekki grun um að konan væri barnshafandi fremur en aðrir sem umgengust hana. Hún hefur enn ekki gengist við því að hafa alið barnið.

Það var laugardaginn 2. júlí sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann nýfætt andvana sveinbarn, sem komið hafði verið fyrir í plasti þar sem það var ekki fyrir sjónum manna í ruslageymslu við áðurnefnt hótel.

Rúmlega tvítug kona hafði skömmu áður fengið aðstoð á Landspítala vegna mikilla blæðinga. Þar töldu læknar að hún hefði fætt barn skömmu áður eða á síðasta sólarhring, þrátt fyrir að hún segðist ekki kannast við að hafa verið ófrísk. Hún hafði unnið sem herbergisþerna á umræddu hóteli og mun hafa fætt barnið þar.

Lögregla taldi ljóst að barnið hefði verið á lífi og heilbrigt þegar það fæddist og er konan ein talin bera ábyrgð á andláti þess.

Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn. Hún sætir farbanni til 1. september. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×