Margs konar rusl hefur safnast upp á lóð við Steinhellu í Hafnarfirði undanfarið, eigendum nærliggjandi fyrirtækja til lítillar ánægju. Bílhræ, glerbrot og spýtnabrak er meðal þess sem liggur á lóðinni.
Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir eigendur lóðarinnar fengið fjögurra vikna frest til að koma lóðinni í rétt horf.
„Næsta skref í málinu er að leggja dagsektir á eigendur,“ sagði Bjarki, en bætti því við að það gæti orðið torsótt, þar sem eigendur lóðarinnar munu vera í gjaldþrotaskiptum.
„Nýir eigendur munu taka við kröfu um úrbætur, og hefur oftast gengið betur að eiga við slíka aðila en þá fyrri,“ segir Bjarki Jóhannesson. - þj

