Innlent

Mega ekki hvetja til nafnlausra ábendinga

Forboðinn hnappur Hnappur á heimasíðu Vinnumálastofnunar fyrir þá sem vilja undir nafnleynd benda á meint bótasvik er á sínum stað þótt Persónuvernd segi hann brjóta í bága við lög.
Forboðinn hnappur Hnappur á heimasíðu Vinnumálastofnunar fyrir þá sem vilja undir nafnleynd benda á meint bótasvik er á sínum stað þótt Persónuvernd segi hann brjóta í bága við lög.
Það samrýmist ekki sjónarmiðum laga um persónuvernd að Vinnumálastofnun og ríkisskattstjóri hvetji til nafnlausra ábendinga með því að veita sérstaklega kost á slíkum ábendingum um meint bótasvik og skattsvik einstaklinga á heimasíðum sínum.

Þetta segir Persónuvernd sem kveður það að „gera beinlínis ráð fyrir nafnlausum ábendingum“ á heimasíðum þessara stofnana feli í sér hvatningu til slíkra ábendinga. Það samrýmist ekki kröfum um rafræna vinnslu persónuupplýsinga að „ríkisskattstjóri hvetji þegnana til að fara huldu höfði með því að bjóða þeim á vefsíðu sinni sérstakan hnapp þar sem tekið er sérstaklega fram að ekki sé nauðsynlegt að fylla út nafn, tölvupóstfang eða annað þegar bent sé á meinta, svarta vinnu eða önnur skattundanskot,“ eins og segir í ákvörðun Persónuverndar sem tekur þó fram að þetta eigi ekki við „um þær nafnlausu ábendingar sem berast munnlega, svo sem með símtölum eða ef fólk mætir í eigin persónu til skattyfirvalda“.

Þá undirstrikar Persónuvernd að stofnunin sé ekki með ákvörðun sinni að banna stjórnvöldum að taka við nafnlausum ábendingum „enda geta hvorki stjórnvöld né aðrir komið í veg fyrir að sér berist skrifleg erindi ýmist frá þeim sem ekki vilja láta nafns síns getið eða aðilum sem reyna að villa á sér heimildir“.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×