Innlent

Auka hlut innlendrar orku

Umtalsverðar fjárhæðir munu sparast gangi áætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti í samgöngum upp. Árið 2020 á hlutfall endurnýjanlegrar orku í samskiptum að vera tíu prósent, en í dag nemur það einu prósenti. Náist þetta mun innflutningur jarðefnaeldsneytis minnka að sama skapi með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði.

Sala á bensínu og olíu dróst nokkuð saman árið 2010, miðað við árin á undan. Samkvæmt áætlun voru seldir um 197 þúsund lítrar af bensíni það ár, en voru rúmlega 205 þúsund næstu tvö ár á undan. Árið 2010 er áætlað selst hafi 128 þúsund lítrar af olíu, en þeir voru um 135 þúsund árin 2008 og 2009. - kóp /




Fleiri fréttir

Sjá meira


×