Kona á níræðisaldri hlaut talsverða áverka, þar á meðal beinbrot, þegar ekið var á hana á gatnamótum Grensásvegar og Bústaðavegar á þriðja tímanum í gær.
Ekki var vitað um tildrög slyssins síðdegis í gær en talið er að konan hafi gengið út á götuna og í veg fyrir bílinn.
Konan var flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi og þurfti að leggja hana inn. Slysið er henni þungbært, að sögn vakthafandi læknis. - jab
