Innlent

Harma staðsetningu fangelsis

hólmsheiði Grunnmynd danskra arkitekta vegna þarfagreiningar.
hólmsheiði Grunnmynd danskra arkitekta vegna þarfagreiningar.
Bæjarstjórar sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir harma ákvörðun innanríkisráðherra um staðsetningu nýs fangelsis á Hólmsheiði.

„Í tæpt ár hafa sveitarfélög á Suðurnesjum og fleiri sveitarfélög unnið út frá yfirlýsingum innanríkisráðuneytisins um að framkvæmdin yrði boðin út óháð staðsetningu,“ segir í yfirlýsingunni og jafnframt að sá kostnaður sem yfirvöld telji sparast með staðsetningu á Hólmsheiði sé í besta falli óverulegur. Ekki sé tillit tekið til þátta eins og frádráttar kostnaðar Lögreglunnar á Suðurnesjum vegna staðsetningarinnar á Hólmsheiði, vaxandi fjölda mála sem upp komi í Leifsstöð, né heldur til þess að lóðin sem standi til boða á Suðurnesjum sé tilbúin til framkvæmda með lögnum og vegakerfi meðan lóð á Hólmsheiði krefjist aukinna framkvæmda.

Þess utan séu aðstæður á Suðurnesjum með þeim hætti að framkvæmd sem nemi tveimur milljörðum króna geti skipt sköpum fyrir fjölda fjölskyldna á svæðinu. „Sveitarfélögum sem hafa í góðri trú lagt fjármuni og tíma í undirbúning að útboðsverkefni sem ljóst virðist að aldrei átti að bjóða út er sýnd lítilsvirðing með þessari ákvörðun.“- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×