Lá við slagsmálum á fyrsta foreldrafundi skólaársins Bryndís Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2011 06:00 Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Til vandræða horfði á tímabili á fyrsta foreldrafundi skólaársins þegar foreldrar börðust um að taka að sér hin ýmsu verkefni foreldrafélagsins. Öll embætti fylltust á svipstundu, hvort sem það voru bekkjarfulltrúar, fulltrúar foreldra í skólaráði eða stjórn foreldrafélagsins og komust færri að en vildu.“ Náði ég athygli þinni, lesandi góður? Þá vona ég að þú hafir áhuga á að lesa áfram. Öllum ætti að vera ljóst að upphaf þessarar greinar er uppspuni frá rótum. Raunveruleikinn er oftast annar. Sums staðar gengur illa að fá bekkjarfulltrúa til starfa og stundum mætir aðeins sitjandi stjórn foreldrafélagsins á aðalfundi. Þekkt er að fólk þori varla að opna munninn á foreldrafundum af ótta við að vera skikkað í eitthvert hlutverk. Sem betur fer er þetta þó langt frá því algilt. Rannsóknir sýna að áhugi foreldra á skólastarfi og stuðningur við nám barna þeirra skiptir höfuðmáli varðandi líðan og námsárangur. Sú gamla klisja að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn á vel við í skólaumhverfinu. Miklu máli skiptir að börnum líði vel, þau fái hvatningu, hrós og stuðning í náminu og samskipti þeirra við kennara og skólafélaga gangi vel. Til þess að svo megi verða þurfa foreldrar að vera meðvitaðir um það sem fram fer í skólanum og vera reiðubúnir að halda utan um og styðja, ekki bara sitt barn, heldur bekkinn, árganginn og jafnvel allt skólasamfélagið ef þess gerist þörf. Bekkjarfulltrúar eru hvorki skemmtanastjórar sem sjá einungis um tvö bekkjarkvöld á ári eða starfsmenn bekkjarins í fullu starfi. Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir milli stjórnar foreldrafélags, umsjónarkennara og foreldrahópsins. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að vera verkstjórar og virkja aðra foreldra í bekknum. Verkefni vetrarins geta verið að skipuleggja vinahópa, bekkjarkvöld, foreldrarölt eða fjáraflanir. Einnig geta einhverjir foreldrar verið fulltrúar bekkjarins við að skipuleggja fræðslu, jólaföndur, páskabingó, vináttuviku, vorhátíð eða aðra viðburði á vegum foreldrafélagsins. Ef allir foreldrar taka að sér eitt verkefni yfir veturinn ætti vinnuálagið ekki að sliga neinn. Fyrsta verk bekkjarfulltrúa að hausti ætti að vera að kalla saman foreldrana í bekknum, ræða dagskrá vetrarins og skipta niður verkum. Þessi fundur gegnir einnig því hlutverki að hrista saman foreldrahópinn. Tilvalið er að hópurinn geri með sér samning um áhersluatriði eins og að virða útivistartíma, boð í afmælisveislur, eftirlitslaus partí, net- og símasamskipti á kvöldin (rafrænn útivistartími) og almenn samskipti svo sem kurteisi, virðingu og vináttu. Fundir með léttu kaffispjalli, án barnanna, allt frá því að börnin eru í 1. bekk, leiða án nokkurs vafa til þægilegri samskipta, meiri skilnings og samstöðu innan foreldrahópsins. Barnið þitt á aðeins eina æsku, aðeins eina grunnskólagöngu. Þú, ágæta foreldri, getur lagt þitt af mörkum til að barninu þínu líði vel og nái árangri í námi sínu. Þú getur tekið þátt í því að skapa jákvæðan skólabrag og skólasamfélag þar sem foreldrar, kennarar og skólastjórnendur eru allir í sama liði. Láttu ekki þitt eftir liggja, taktu þátt í foreldrastarfinu í skóla barnsins þíns í vetur. Það er bæði gefandi og árangursríkt og barnið þitt nýtur góðs af. Það er skemmtilegt að vera skólaforeldri.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar