Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins 27. ágúst 2011 04:30 Fyrsta sýning menningarhússins var Rocky Horror árið 2010 og tapaði Leikfélagið mörgum milljónum á því. fréttablaðið/sunna María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
María Sigurðardóttir Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikninga. Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntanlegum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Tapið má rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upphaflega var áætlað að setja sýninguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endurskipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhússtjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægilega vel, en Egill Arnar Sigurþórsson hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppákomum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira