Innlent

Heldur færri á ferð um hálendið

Á vaktinni Verkefni hálendishópanna voru fjölbreytt, en í helmingi tilvika var fólk í vandræðum með ökutæki sín.
mynd/Landsbjörg
Á vaktinni Verkefni hálendishópanna voru fjölbreytt, en í helmingi tilvika var fólk í vandræðum með ökutæki sín. mynd/Landsbjörg
Heldur færri ferðamenn fóru um hálendið í sumar en undanfarin sumur samkvæmt mati björgunarsveitarmanna sem sinntu vakt á hálendinu. Aðstoðarbeiðnir voru litlu færri en í fyrra.

„Við höfum ekki neinar tölur um fjölda ferðamanna, en það var tilfinning okkar fólks að það væri minni umferð, sérstaklega á Kili og Sprengisandi,“ segir Ingólfur Haraldsson, umsjónarmaður hálendisvaktarinnar hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Líklegt verður að teljast að hækkandi eldsneytisverð hafi áhrif, en Ingólfur segir að einnig verði að horfa til þess að hálendisvegir á borð við Sprengisand hafi opnað seinna í ár en síðustu ár.

Hálendisvaktin sinnti um 250 aðstoðarbeiðnum í sumar, samanborið við 270 síðasta sumar. Um 20 sjálfboðaliðar björgunarsveitanna voru á hálendinu alla daga, og fóru samtals 920 manndagar í vaktina þetta sumarið, segir Ingólfur.

Verkefnin sem vaktin sinnti voru fjölbreytt. Í helmingi tilvika var fólk í vandræðum með bíla, til dæmis sprungin dekk, ýmiskonar bilanir eða var búið að festa bílinn. Í öðrum tilvikum þurfti að veita fyrstu hjálp, aðstoða fólk í vondu veðri eða göngumenn sem höfðu örmagnast. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×