Lífið

Ekkert stressaður í Eldborginni

Geir segir að Kristján Jóhannsson hafi opnað fyrir sér nýjar dyr. fréttablaðið/anton
Geir segir að Kristján Jóhannsson hafi opnað fyrir sér nýjar dyr. fréttablaðið/anton
„Þetta var ótrúlega mikill heiður og frábært að fá að gera þetta fyrir framan húsfylli og finna fyrir þessum hlýleika sem salurinn gaf mér,“ segir Geir Ólafsson.

Sinatra-söngvarinn kom mörgum á óvart er hann steig sín fyrstu skref sem tenór og söng lagið Hamraborgin í Eldborgarsal Hörpunnar á laugardagskvöld. „Hamraborgin er mjög erfitt lag. Þú verður að hafa allan líkamann í tóninum á ákveðnum stöðum í laginu. Þú þarft að syngja út og vera með breiðan tón.“

Geir hefur verið í einkatímum hjá Kristjáni Jóhannssyni og er ánægður með samstarfið. „Hann hefur opnað fyrir mér nýjar dyr hvað varðar þetta hljóðfæri. En þetta er mikil vinna og maður þarf að sinna þessu áfram.“

Hann segist ekki hafa verið stressaður að stíga á svið í Hörpunni. „En til að syngja klassískt efni þarftu að vera vera mjög vakandi. Þér leyfist ekkert að fara út fyrir rammann,“ segir Geir.

Spurður hvort hann ætli að gefa dægurlögin upp á bátinn fyrir óperutónlistina vill hann ekki vera með neinar yfirlýsingar. „Ég ætla að fara inn á þetta svið, það er á hreinu,“ segir hann og stefnir á að halda nokkra klassíska tónleika í vetur.

Geir ætlaði að gefa út óperuplötu með Kristjáni fyrir síðustu jól en ekkert varð af því. „Hún er í undirbúningi. Það er kannski kominn betri tími á að skoða það í dag.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.