Tom Cruise vill taka upp geimverumynd á Íslandi 30. ágúst 2011 07:00 Tom Cruise leikur aðalhlutverkið í Oblivion sem Joseph Kosinski leikstýrir. Universal stjórnar framleiðslu myndarinnar en góðar líkur eru taldar á því að stór hluti hennar verði tekinn upp hér á landi. „Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. Leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefur sýnt landinu áhuga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru leikstjórinn og framleiðandinn staddir hér í sumar til að skoða hentuga tökustaði í fylgd starfsmanna True North. Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægrar plánetu til að eyða óvinveittum geimverum. Óvæntur ferðalangur setur hins vegar strik í reikninginn. Samkvæmt kvikmyndavefmiðlum vestanhafs stendur nú yfir leit að leikkonu fyrir myndina og eru þær Olivia Wilde, Olga Kurylenko og Noomi Rapace sagðar líklegastar til að hreppa hnossið, en Rapace var auðvitað stödd hér á landi fyrir skemmstu til að leika í kvikmyndinni Prometheus. En það eru nokkrar varnaglar. Upphaflega stóð til að Disney-risinn framleiddi myndina en hann hætti við og tók Universal-kvikmyndaverið þá við keflinu. „Það er auðvitað ekkert fast í hendi og þetta veltur á nokkrum þáttum, eins og að ný endurgreiðslulög verði samþykkt og að myndin verði gerð. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa," segir Leifur. Þetta yrði þriðja stóra verkefnið sem yrði tekið upp hér á landi á skömmum tíma og ljóst að þessi verkefni skila þjóðarbúinu hundruðum milljóna. Ridley Scott reið á vaðið með stórmyndinni Prometheus og svo er tökulið sjónvarpsþáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í vetur. Þá má ekki gleyma þeirri miklu athygli sem sjónvarpsþátturinn Man vs. Wild fékk, en þar reyndi Jake Gyllenhaal að lifa af í nágrenni Eyjafjallajökuls. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira
„Þetta hefur verið til skoðunar í dágóðan tíma, það stóð til að myndin yrði gerð hér í sumar," segir Leifur B. Dagfinnsson, einn aðaleigenda framleiðslufyrirtækisins True North. Talsverðar líkur eru á því að kvikmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki verði að stórum hluta tekin upp hér á landi á næsta ári. Leikstjórinn Joseph Kosinski, sem síðast gerði Tron: Legacy með Jeff Bridges, hefur sýnt landinu áhuga. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru leikstjórinn og framleiðandinn staddir hér í sumar til að skoða hentuga tökustaði í fylgd starfsmanna True North. Oblivion segir frá hermanni sem sendur er til fjarlægrar plánetu til að eyða óvinveittum geimverum. Óvæntur ferðalangur setur hins vegar strik í reikninginn. Samkvæmt kvikmyndavefmiðlum vestanhafs stendur nú yfir leit að leikkonu fyrir myndina og eru þær Olivia Wilde, Olga Kurylenko og Noomi Rapace sagðar líklegastar til að hreppa hnossið, en Rapace var auðvitað stödd hér á landi fyrir skemmstu til að leika í kvikmyndinni Prometheus. En það eru nokkrar varnaglar. Upphaflega stóð til að Disney-risinn framleiddi myndina en hann hætti við og tók Universal-kvikmyndaverið þá við keflinu. „Það er auðvitað ekkert fast í hendi og þetta veltur á nokkrum þáttum, eins og að ný endurgreiðslulög verði samþykkt og að myndin verði gerð. Hlutirnir eru fljótir að breytast í þessum bransa," segir Leifur. Þetta yrði þriðja stóra verkefnið sem yrði tekið upp hér á landi á skömmum tíma og ljóst að þessi verkefni skila þjóðarbúinu hundruðum milljóna. Ridley Scott reið á vaðið með stórmyndinni Prometheus og svo er tökulið sjónvarpsþáttanna Game of Thrones væntanlegt hingað til lands í vetur. Þá má ekki gleyma þeirri miklu athygli sem sjónvarpsþátturinn Man vs. Wild fékk, en þar reyndi Jake Gyllenhaal að lifa af í nágrenni Eyjafjallajökuls. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Sjá meira