Fangelsisyfirvöld í Texas hafa notað miklar lyfjagjafir á Warren Jeffs, leiðtoga sértrúarsafnaðarins Kirkju Jesú Krists og hinna síðari daga heilögu, eftir að hann neitaði að borða og drekka í marga daga. Hann situr í fangelsi ævilangt fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur.
Maðurinn var dæmdur fyrr í mánuðinum eftir að DNA niðurstöður sönnuðu að hann hafði barnað 15 ára stúlku, eina af 24 „andlegum eiginkonum“ sínum.
Michelle Lyons, talskona fangelsisráðuneytisins í Texas, segir að Jeffs hafi nú verið fluttur á sjúkrahús, en honum er haldið sofandi. Þó er búist við því að hann nái sér.- sv
