Sama bókin, sitthvor skatturinn Kristján B. Jónasson skrifar 31. ágúst 2011 06:00 Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í öllum löndum Evrópska efnahagssvæðisins, með tveimur undantekningum, eru prentaðar bækur í lægsta virðisaukaskattsþrepi eða undanþegnar virðisaukaskatti. Sömu sögu er að segja utan Evrópu. Bækur eru ýmist undanþegnar virðisaukaskatti eða skatturinn hafður í lægsta þrepi, jafnvel í sérstöku undanþáguþrepi. Á Íslandi er lagður 7% virðisaukaskattur á prentaðar bækur, sem er nálægt meðaltalsprósentu EES-landanna. Röksemdirnar fyrir því að bækur séu seldar með lágri vsk-prósentu eru alls staðar þær sömu: Lág skattlagning á bækur og útgáfu stuðlar að upplýstri umræðu, fjölbreyttri og frjálsri tjáningu og styrkir málsamfélagið. Jafnvel þeir sem tala hundraðmilljónatungur á borð við spænsku og arabísku telja að móðurmáli sínu þrengt og því þurfi að greiða fyrir því að bækur á þessum málum séu ekki of dýrar. Í flestum löndum heims er sama bókin þó skattlögð með tvennum hætti eftir því hvort hún er stafræn eða gefin út á pappír. Svo er einnig hér. Íslenskir rafbókalesendur geta keypt bækur frá bandarískum netsölum án þess að greiða af þeim virðisaukaskatt. Kaupi þeir íslenskar bækur af íslenskum netsölum þurfa þeir hins vegar að greiða 25,5% virðisaukatt, hæstu virðisaukaskattprósentu í heimi. Það er ekki aðeins sanngjarnt í sjálfu sér að sama bókin beri sama skatt eftir því hvort hún er rafræn eða prentuð. Það er einnig í þágu þeirra markmiða sem lágur skattur á bækur á að ýta undir að náist: að tryggja að út komi sem flestar bækur og um sem flest efni þar sem eins margar skoðanir og hugsast getur eru viðraðar á móðurmálinu. Í tvígang hefur verið lagt fram á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um virðisaukaskatt þar sem kveðið er á um það réttlætismál að prentaðar bækur og rafbækur skuli allar bera 7% virðisaukaskatt. Væri slíkt frumvarp samþykkt myndi Ísland skipa sér í röð þeirra fáu landa þar sem þetta sanngirnismál hefur náð fram að ganga.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar