Innlent

Icesave ætti að vera úr sögunni

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
„Það er mjög jákvætt ef þetta verður niðurstaðan og eignirnar duga fyrir öllum forgangskröfum,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt mat á eignum þrotabús Landsbankans.

„Ef þetta gengur eftir og þrotabúið getur byrjað að greiða út fyrr en síðar hlýtur það að létta þrýstingi í þessu máli,“ segir Sigmundur Davíð.

Hann segir að reynist mat skilanefndarinnar rétt ætti Icesave-málið að vera úr sögunni fyrir Íslendinga. Bresk og hollensk stjórnvöld eigi kröfu á þrotabúið sem stefni í að þau fái greidda að fullu. „Það telst mjög gott að fá 100 prósent af kröfum sínum greidd úr þrotabúi,“ segir Sigmundur.

Hvað vaxtakröfur breskra og hollenskra stjórnvalda varðar segir hann aldrei greidda vexti í gjaldþrotamálum, og verði þetta niðurstaðan ættu Bretar og Hollendingar að falla frá öllum kröfum um vexti.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×