Tilboð í nafla alheimsins Pawel Bartoszek skrifar 2. september 2011 06:00 Það kemur margt gott frá útlöndum. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa IKEA á Íslandi, mér finnst leiðinlegt að McDonald’s hafi farið, ég vona að Bauhaus opni einn daginn og mig dreymir um H&M-búð á ofanverðum Laugaveginum. Ég myndi fátt vilja frekar en að hingað kæmu fleiri vondar erlendar keðjur til að græða á Íslendingum. Þeir sem verslað hafa beggja vegna hafsins, og víðar, vita að þar er oft gaman að láta græða á sér. Ekki misskilja mig. Mér finnst líka gaman að láta innlenda aðila græða á mér. Um daginn lét ég smyrja hjólið mitt á hjólaverkstæði úti á Granda og nú hjólar það næstum því sjálft upp brekkur. Það eru fjölmörg lítil og metnaðarfull fyrirtæki um land allt sem yndislegt er að styðja með viðskiptum. Sum selja pítsusneiðar í miðbænum, önnur flytja inn hljóðfæri frá fjarlægum heimshlutum og enn önnur keyra mann heim um miðja nótt. Mér finnst almennt gaman að láta taka af mér peninga. Mér er sama hvort sá sem þá fær er Íslendingur eða ekki, eða íbúi hér, svo lengi sem ég verð glaður með það sem ég fæ. Sama ætlast ég til af þeim sem tekur af mér peninga: að hann skeyti sem minnstu um hver og hvaðan ég er og sem mestu um það hvort ég verði ánægður með viðskiptin. "Marxíska“ prófiðÞað er til fræg tilvitnun í bandarískan grínista, Groucho Marx, þar sem hann segist ekki vilja tilheyra neinum þeim klúbbi sem myndi samþykkja sig sem meðlim. Þetta getur verið sniðug krítería á fleiri sviðum. Ef maður kláraði ekki grunnskóla þá ætti maður til dæmis að efast eilítið um þann háskóla sem samþykkir námsumsókn manns fyrirvaralaust. Svipaðar áhyggjur hef ég raunar stundum, í fullri hreinskilni, af sumum þeirra erlendu fjárfestinga sem rætt er um hérlendis nú um stundir. Ég er ekki viss um að þeir sem eru á þessari stundu tilbúnir í að fjárfesta í því hagkerfi sem ríkir á Íslandi séu þeir sem við helst vildum fá. Það er dálítill ævintýrabragur á sumum þeirra. Mér líður þannig eins og verið sé að tala niður til okkar þegar erlendar fjárfestingar eru rökstuddar með klisjum um græna orku, og Íslandsáhuga þeirra sem fjárfesta. Að auki er auðvitað rétt að hafa áhyggjur af því að sum þeirra sveitarfélaga sem taka eiga á móti stórum fyrirtækjum muni ekki hafa burði til þess. Getur sveitarfélag veitt vinnuveitanda fjórðungs íbúa þess sterka viðspyrnu? Varla. En þá skiptir litlu máli hvers lenskur vinnuveitandinn er. Gæta þarf að lagaumgjörðinni um fjárfestingar en ekki ætti að reyna að hindra þær með úreltum þjóðernistólum. Auðvitað megum við ekki vera of bláeyg. Jarðakaup eru eitt. Loforð um uppbyggingu og hvernig hún eigi að vera eru annað. Og þótt þau áform sem nú hafa verið kynnt á Grímsstöðum hljómi nákvæmlega eins og hið margtuggða „eitthvað annað“ sem ítrekað var kallað eftir, þá ættu menn ekki að æsa sig um of. Ekki þarf að vera að af þeim áformum verði eða að þau verði með þeim hætti sem lofað er. Það skiptir samt ekki öllu máli. Í grunninn snýst þetta um hvort banna eigi Íslendingum að selja útlendingum jarðir. Þjóðerni er vont skilyrðiÍ lok eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar segir „Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi“. Það er tillaga stjórnlagaráðs að þessi setning fari út. Það er góð hugmynd. Ríkisborgararéttur eða lögheimili á Íslandi í einhvern tíma er ekki trygging fyrir því að menn hagi sér skynsamlega. Þar að auki geta klókir samningamenn leyst slíkar hindranir. Peningar finna leið. Við Íslendingar viljum, eðli málsins samkvæmt, geta keypt fasteignir í öðrum löndum. Að sama skapi ættu íslensk lög ekki að krefja útlendinga um leyfi til að kaupa fasteignir hér. Vilji menn stuðla að náttúruvernd, stýra auðlindanýtingu og hafa áhrif á atvinnuuppbyggingu eru flestar aðrar leiðir skynsamlegri og sanngjarnari en sú að líta til þjóðernis væntanlegra kaupenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jarðakaup útlendinga Pawel Bartoszek Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun
Það kemur margt gott frá útlöndum. Ég er til dæmis þakklátur fyrir að hafa IKEA á Íslandi, mér finnst leiðinlegt að McDonald’s hafi farið, ég vona að Bauhaus opni einn daginn og mig dreymir um H&M-búð á ofanverðum Laugaveginum. Ég myndi fátt vilja frekar en að hingað kæmu fleiri vondar erlendar keðjur til að græða á Íslendingum. Þeir sem verslað hafa beggja vegna hafsins, og víðar, vita að þar er oft gaman að láta græða á sér. Ekki misskilja mig. Mér finnst líka gaman að láta innlenda aðila græða á mér. Um daginn lét ég smyrja hjólið mitt á hjólaverkstæði úti á Granda og nú hjólar það næstum því sjálft upp brekkur. Það eru fjölmörg lítil og metnaðarfull fyrirtæki um land allt sem yndislegt er að styðja með viðskiptum. Sum selja pítsusneiðar í miðbænum, önnur flytja inn hljóðfæri frá fjarlægum heimshlutum og enn önnur keyra mann heim um miðja nótt. Mér finnst almennt gaman að láta taka af mér peninga. Mér er sama hvort sá sem þá fær er Íslendingur eða ekki, eða íbúi hér, svo lengi sem ég verð glaður með það sem ég fæ. Sama ætlast ég til af þeim sem tekur af mér peninga: að hann skeyti sem minnstu um hver og hvaðan ég er og sem mestu um það hvort ég verði ánægður með viðskiptin. "Marxíska“ prófiðÞað er til fræg tilvitnun í bandarískan grínista, Groucho Marx, þar sem hann segist ekki vilja tilheyra neinum þeim klúbbi sem myndi samþykkja sig sem meðlim. Þetta getur verið sniðug krítería á fleiri sviðum. Ef maður kláraði ekki grunnskóla þá ætti maður til dæmis að efast eilítið um þann háskóla sem samþykkir námsumsókn manns fyrirvaralaust. Svipaðar áhyggjur hef ég raunar stundum, í fullri hreinskilni, af sumum þeirra erlendu fjárfestinga sem rætt er um hérlendis nú um stundir. Ég er ekki viss um að þeir sem eru á þessari stundu tilbúnir í að fjárfesta í því hagkerfi sem ríkir á Íslandi séu þeir sem við helst vildum fá. Það er dálítill ævintýrabragur á sumum þeirra. Mér líður þannig eins og verið sé að tala niður til okkar þegar erlendar fjárfestingar eru rökstuddar með klisjum um græna orku, og Íslandsáhuga þeirra sem fjárfesta. Að auki er auðvitað rétt að hafa áhyggjur af því að sum þeirra sveitarfélaga sem taka eiga á móti stórum fyrirtækjum muni ekki hafa burði til þess. Getur sveitarfélag veitt vinnuveitanda fjórðungs íbúa þess sterka viðspyrnu? Varla. En þá skiptir litlu máli hvers lenskur vinnuveitandinn er. Gæta þarf að lagaumgjörðinni um fjárfestingar en ekki ætti að reyna að hindra þær með úreltum þjóðernistólum. Auðvitað megum við ekki vera of bláeyg. Jarðakaup eru eitt. Loforð um uppbyggingu og hvernig hún eigi að vera eru annað. Og þótt þau áform sem nú hafa verið kynnt á Grímsstöðum hljómi nákvæmlega eins og hið margtuggða „eitthvað annað“ sem ítrekað var kallað eftir, þá ættu menn ekki að æsa sig um of. Ekki þarf að vera að af þeim áformum verði eða að þau verði með þeim hætti sem lofað er. Það skiptir samt ekki öllu máli. Í grunninn snýst þetta um hvort banna eigi Íslendingum að selja útlendingum jarðir. Þjóðerni er vont skilyrðiÍ lok eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar segir „Með lögum má takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtæki hér á landi“. Það er tillaga stjórnlagaráðs að þessi setning fari út. Það er góð hugmynd. Ríkisborgararéttur eða lögheimili á Íslandi í einhvern tíma er ekki trygging fyrir því að menn hagi sér skynsamlega. Þar að auki geta klókir samningamenn leyst slíkar hindranir. Peningar finna leið. Við Íslendingar viljum, eðli málsins samkvæmt, geta keypt fasteignir í öðrum löndum. Að sama skapi ættu íslensk lög ekki að krefja útlendinga um leyfi til að kaupa fasteignir hér. Vilji menn stuðla að náttúruvernd, stýra auðlindanýtingu og hafa áhrif á atvinnuuppbyggingu eru flestar aðrar leiðir skynsamlegri og sanngjarnari en sú að líta til þjóðernis væntanlegra kaupenda.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun