Innlent

Fagnar áhuga

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Huangs Nubo á fjárfestingum hérlendis. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins Financial Times við forsetann.

Ólafur Ragnar segir þetta vera til marks um blómstrandi samskipti Íslands og Kína í kjölfar hrunsins. „Kína og Indland veittu Íslandi alls kyns uppbyggilega aðstoð en Evrópa var hins vegar fjandsamleg og Bandaríkin skiptu sér ekki af,” segir hann.

Vitaskuld þurfi að fara gaumgæfilega í saumana á fyrirætlunum Nubos en engin ástæða sé hins vegar til að óttast fjárfestingar Kínverja. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×