Innanríkisráðherra Frakklands hefur staðfest að leyniþjónusta landsins hafi í fyrra aflað sér yfirlits yfir símtöl blaðamanns á blaðinu Le Monde. Þannig átti að reyna að finna uppljóstrara hans í dómsmálaráðuneytinu.
Blaðamaðurinn var að vinna að frétt um að ríkasta kona Frakklands, Liliane Bettencourt, hefði árið 2007 styrkt forsetaframboð Nicolas Sarkozy um að minnsta kosti 150 þúsund evrur. Í Frakklandi mega slíkir styrkir ekki vera hærri en 7.500 evrur.
Sarkozy hefur alltaf neitað þessum ásökunum og jafnframt sagt að hann hafi engin fyrirmæli gefið um rannsókn á heimildarmönnum blaðsins.- sh
