Erlent

Eru sakaðir um barnaníð

Þeir sem verða uppvísir að brotunum verða framseldir til heimalands síns.nordicphotos/afp
Þeir sem verða uppvísir að brotunum verða framseldir til heimalands síns.nordicphotos/afp
Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) kanna nú ásakanir þess efnis að friðargæsluliðar þeirra á Fílabeinsströndinni hafi ítrekað misnotað börn og ólögráða ungmenni í vesturhluta landsins kynferðislega.

Hamadoun Toure, talsmaður SÞ í landinu, segir ásakanirnar valda stofnuninni miklum áhyggjum. Brot sem þessi verði ekki liðin og þegar sé búið að setja af stað forvarnarverkefni meðal friðargæsluliðsins svo hegðunin nái ekki frekari útbreiðslu.

Hann sagði að allir sem yrðu uppvísir að slíkum brotum yrðu framseldir til heimalands síns og dregnir þar fyrir dóm.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×