Lífið

Töff einstæðar útivinnandi mæður

Kristín og Þóra Tómasdætur gefa út uppflettirit fyrir stelpur í haust þar sem þær svara spurningum um allt milli himins og jarðar. 
Fréttablaðið/valli
Kristín og Þóra Tómasdætur gefa út uppflettirit fyrir stelpur í haust þar sem þær svara spurningum um allt milli himins og jarðar. Fréttablaðið/valli
„Við erum að reyna að upphefja stelpumenningu á Íslandi," segir Kristín Tómasdóttir sem ásamt systur sinni, Þóru, er að leggja lokahönd á uppflettirit fyrir stelpur sem kemur út í haust

Systurnar gáfu í fyrra út Bók fyrir forvitnar stelpur sem seldist eins og heitar lummur og segir Kristín að vinsældir bókarinnar hafi sýnt að það er greinileg vöntun á efni fyrir þennan markhóp, stelpur.

„Vinsældir síðustu bókar sýndu að það er ákveðið pláss í samfélaginu fyrir þennan markhóp sem þarf að fylla. Þess vegna ætlum við að halda áfram að fræða stelpur um allt milli himins og jarðar. Þegar við vorum að kynna síðustu bók komust við að því að stelpur eru áhugasamar um ólíka hluti. Það var í raun fullt af spurningum ósvarað," segir Kristín og bætir við að þessi bók sé persónulegri en sú fyrri.

Bókin er sett upp eins og uppflettrit þar sem spurningar eru flokkaðar niður eftir bókstöfum. Undir bókstafnum Á eru til dæmis spurningar tengdar áfengi. Kristín og Þóra söfnuðu spurningunum saman gegnum rýnihóp á netinu og frá stúlkum sem komu á bókakynningar þeirra í skólum og tómstundamiðstöðvum.

„Það er smá „Kæri sáli" fílingur í þessu og ég hef sjálf verið mjög forvitin að vita svörin við mörgum af þessum spurningum. Við erum allar stelpur inn við beinið og þetta er viðfangsefni sem snertir okkur allar," segir Kristín og viðurkennir að þær systur séu gott teymi. „Við höfum alltaf verið teymi, núna rithöfundateymi. Svo erum við líka báðar töff einstæðar útivinnandi mæður." - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.