Kennir Íslendingum dáleiðslu 6. september 2011 21:00 Sellars segir Íslendinga opna fyrir dáleiðslu og sér fyrir sér að Ísland geti orðið miðstöð fyrir dáleiðslukennslu. Enski dáleiðslutæknirinn John Sellars hélt diplóma-námskeið í klínískri dáleiðslu hér á landi í vor. Það var sótt af læknum, hjúkrunarfræðingum og alls kyns fagfólki sem gat að því loknu notað dáleiðslu í starfi. Átta þátttakendur á diplómanámskeiðinu luku svo sérstöku námskeiði í dáleiðslu við þunglyndi í gær en það er aðferð sem Sellars hefur þróað síðustu ár og gefið góða raun. „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir okkur að þunglyndi sé faraldur 21. aldarinnar og hrjái einn af hverjum fjórum. Ég hef hjálpað fólki með reykingafíkn, áfengisfíkn og alls kyns fóbíur á yfir þrjátíu ára ferli. Ég hef oft verið beðinn um að meðhöndla þunglyndi en lengi vel var það talið of margslungið vandamál. Ég ákvað þó að reyna og lagðist í mikla rannsóknarvinnu. Ég prófaði mig áfram með hóp sjálfboðaliða og eru um það bil fimm ár síðan ég fór að nota aðferðina markvisst. Ég hef séð mikinn árangur og illa haldna sjúklinga með margar sjálfsvígstilraunir að baki ná bata. Margir hafa jafnvel hætt á lyfjum í samráði við sína lækna,“ segir Sellars. Í stuttu máli segir hann dáleiðslu snúast um að komast að undirmeðvitundinni með því að skilja hana frá meðvitundinni. „Einungis 10 prósent af hugarstarfseminni á sér stað í meðvitundinni, allt hitt í undirmeðvitundinni. Þar er að finna alls kyns vana og ósjálfráð hegðun eins og að hjóla, synda og keyra. Stundum er þar líka að finna óæskilega hegðun og vana sem dáleiðslutæknirinn getur unnið með og fjarlægt. Þetta getur til dæmis verið sá vani að fá sér sígarettu þegar síminn hringir eða þegar kaffibollinn er tekinn í hönd. Með dáleiðslu er hægt að fá viðkomandi til að gera eitthvað uppbyggilegra,“ segir Sellars. Oftast dugir einn tími þegar um er að ræða fóbíur og fíkn en þegar kemur að þunglyndi þarf lengir tíma. „Þá er bæði unnið með þætti úr fortíðinni sem gætu komið því af stað og leiðir til að koma í veg fyrir að taki sig upp aftur. Við lítum að vissu leyti á þunglyndið sem vana og viljum ekki að fólk leiti þangað ef eitthvað kemur upp á í lífinu heldur finni sér uppbyggilegri farveg.“ Síðasta rúman áratug hefur Sellars kennt dáleiðslu meðfram því að bjóða upp á meðferð. „Á námskeiði sem ég hélt í Skotlandi í fyrravor var Íslendingur sem bað mig að koma til Íslands og halda sams konar námskeið. Ég sló til og komst að því að Íslendingar, bæði fagfólk og almenningur, eru sérstaklega móttækilegir fyrir nýjungum eins og þessum. Mér hefur verið boðið að halda námskeið víða um heim en er að velta því fyrir mér hvort Ísland geti ekki orðið miðstöð fyrir kennslu í þessum fræðum, því nú þegar er ég búinn að þjálfa upp færa dáleiðslutækna sem gætu jafnvel aðstoðað mig við kennsluna. Mér er það mikil alvara með þessu að ég er þegar búinn að skrá mig á íslenskunámskeið í Háskóla Íslands,“ segir Sellars glaður í bragði. Næsta diplómanámskeið byrjar 23. september (sjá http://4.is/dt) og gerir Sellars ráð fyrir því að halda annað námskeið í dáleiðslu við þunglyndi á Íslandi á næsta ári. vera@frettabladid.is Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Enski dáleiðslutæknirinn John Sellars hélt diplóma-námskeið í klínískri dáleiðslu hér á landi í vor. Það var sótt af læknum, hjúkrunarfræðingum og alls kyns fagfólki sem gat að því loknu notað dáleiðslu í starfi. Átta þátttakendur á diplómanámskeiðinu luku svo sérstöku námskeiði í dáleiðslu við þunglyndi í gær en það er aðferð sem Sellars hefur þróað síðustu ár og gefið góða raun. „Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir okkur að þunglyndi sé faraldur 21. aldarinnar og hrjái einn af hverjum fjórum. Ég hef hjálpað fólki með reykingafíkn, áfengisfíkn og alls kyns fóbíur á yfir þrjátíu ára ferli. Ég hef oft verið beðinn um að meðhöndla þunglyndi en lengi vel var það talið of margslungið vandamál. Ég ákvað þó að reyna og lagðist í mikla rannsóknarvinnu. Ég prófaði mig áfram með hóp sjálfboðaliða og eru um það bil fimm ár síðan ég fór að nota aðferðina markvisst. Ég hef séð mikinn árangur og illa haldna sjúklinga með margar sjálfsvígstilraunir að baki ná bata. Margir hafa jafnvel hætt á lyfjum í samráði við sína lækna,“ segir Sellars. Í stuttu máli segir hann dáleiðslu snúast um að komast að undirmeðvitundinni með því að skilja hana frá meðvitundinni. „Einungis 10 prósent af hugarstarfseminni á sér stað í meðvitundinni, allt hitt í undirmeðvitundinni. Þar er að finna alls kyns vana og ósjálfráð hegðun eins og að hjóla, synda og keyra. Stundum er þar líka að finna óæskilega hegðun og vana sem dáleiðslutæknirinn getur unnið með og fjarlægt. Þetta getur til dæmis verið sá vani að fá sér sígarettu þegar síminn hringir eða þegar kaffibollinn er tekinn í hönd. Með dáleiðslu er hægt að fá viðkomandi til að gera eitthvað uppbyggilegra,“ segir Sellars. Oftast dugir einn tími þegar um er að ræða fóbíur og fíkn en þegar kemur að þunglyndi þarf lengir tíma. „Þá er bæði unnið með þætti úr fortíðinni sem gætu komið því af stað og leiðir til að koma í veg fyrir að taki sig upp aftur. Við lítum að vissu leyti á þunglyndið sem vana og viljum ekki að fólk leiti þangað ef eitthvað kemur upp á í lífinu heldur finni sér uppbyggilegri farveg.“ Síðasta rúman áratug hefur Sellars kennt dáleiðslu meðfram því að bjóða upp á meðferð. „Á námskeiði sem ég hélt í Skotlandi í fyrravor var Íslendingur sem bað mig að koma til Íslands og halda sams konar námskeið. Ég sló til og komst að því að Íslendingar, bæði fagfólk og almenningur, eru sérstaklega móttækilegir fyrir nýjungum eins og þessum. Mér hefur verið boðið að halda námskeið víða um heim en er að velta því fyrir mér hvort Ísland geti ekki orðið miðstöð fyrir kennslu í þessum fræðum, því nú þegar er ég búinn að þjálfa upp færa dáleiðslutækna sem gætu jafnvel aðstoðað mig við kennsluna. Mér er það mikil alvara með þessu að ég er þegar búinn að skrá mig á íslenskunámskeið í Háskóla Íslands,“ segir Sellars glaður í bragði. Næsta diplómanámskeið byrjar 23. september (sjá http://4.is/dt) og gerir Sellars ráð fyrir því að halda annað námskeið í dáleiðslu við þunglyndi á Íslandi á næsta ári. vera@frettabladid.is
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira