Bíð eftir djúpri haustlægð til að aðsóknin taki við sér 6. september 2011 09:00 Engin uppgjöf Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, til hægri, segist sannfærður um að aðsóknin á myndina eigi eftir að aukast, sérstaklega þegar djúpar haustlægðir fara að gera vart við sig. Leikstjórinn er hér með aðalleikurum myndarinnar, Hilmari Guðjónssyni og Sveini Ólafi Gunnarssyni.Fréttablaðið/GVA „Ég ætla að kenna hitabylgjunni um þetta, ég er bara að bíða eftir djúpri haustlægð og þá kemur aðsóknin,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri. Fyrsta myndin hans, Á annan veg, var frumsýnd um helgina. Hún fékk prýðilega dóma, fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, þrjár í Fréttatímanum og fína umsögn í Morgunblaðinu. En dómarnir virðast ekki hafa hreyft við fólki, aðeins 159 gestir greiddu sig inn á myndina um helgina samkvæmt lista frá Smáís. Og það verður að teljast heldur dræm aðsókn. Mikil veðurblíða lék við höfuðborgarbúa bæði laugardag og sunnudag og því viðbúið að margir hafi haft öðrum hnöppum að hneppa en að skella sér í bíó. Hafsteinn er hins vegar nokkuð brattur þrátt fyrir brösótta byrjun, segir myndina spyrjast vel út. „Ég er líka óþekktur, þetta er mín fyrsta mynd og þá eru leikararnir tiltölulega óþekktir. Þetta er mynd sem hvíslar á meðan stóru Hollywood-poppkornssmellirnir öskra,“ segir Hafsteinn en hann vildi hvetja fólk til að skella sér í bíó til að kynna sér það ferskasta í íslenskri kvikmyndagerð. Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri hjá Senu sem dreifir myndinni, segir myndina eiga eftir að ná sér á skrið. „Þetta er þannig mynd að hún verður lengi í gang,“ segir Guðmundur og rifjar upp velgengni Nóa albínóa. Hún hafi farið hægt af stað í byrjun og raunar benti ekkert til þess fyrstu sýningarvikuna að myndin myndi njóta mikilla vinsælda. „Þetta eru bara þrír dagar, svona mynd þarf alveg viku til tíu daga. Markhópur hennar þarf tíma, hann þarf að skipuleggja sig, finna barnapíu og annað slíkt. Þessi mynd á alveg heilan helling inni,“ segir Guðmundur. Á annan veg segir frá tveimur afar ólíkum mönnum sem vinna saman við vegavinnu á Vestfjörðum; annar ætlar í framhaldsnám í þýsku en hinn er með kynlíf á heilanum. Aðalleikarar myndarinnar eru tveir, þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson, en auk þess bregður Þorsteini Bachmann fyrir í litlu hlutverki. Myndin er sýnd bæði í Háskólabíói og Smárabíói. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Ég ætla að kenna hitabylgjunni um þetta, ég er bara að bíða eftir djúpri haustlægð og þá kemur aðsóknin,“ segir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson kvikmyndaleikstjóri. Fyrsta myndin hans, Á annan veg, var frumsýnd um helgina. Hún fékk prýðilega dóma, fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, þrjár í Fréttatímanum og fína umsögn í Morgunblaðinu. En dómarnir virðast ekki hafa hreyft við fólki, aðeins 159 gestir greiddu sig inn á myndina um helgina samkvæmt lista frá Smáís. Og það verður að teljast heldur dræm aðsókn. Mikil veðurblíða lék við höfuðborgarbúa bæði laugardag og sunnudag og því viðbúið að margir hafi haft öðrum hnöppum að hneppa en að skella sér í bíó. Hafsteinn er hins vegar nokkuð brattur þrátt fyrir brösótta byrjun, segir myndina spyrjast vel út. „Ég er líka óþekktur, þetta er mín fyrsta mynd og þá eru leikararnir tiltölulega óþekktir. Þetta er mynd sem hvíslar á meðan stóru Hollywood-poppkornssmellirnir öskra,“ segir Hafsteinn en hann vildi hvetja fólk til að skella sér í bíó til að kynna sér það ferskasta í íslenskri kvikmyndagerð. Guðmundur Breiðfjörð, markaðsstjóri hjá Senu sem dreifir myndinni, segir myndina eiga eftir að ná sér á skrið. „Þetta er þannig mynd að hún verður lengi í gang,“ segir Guðmundur og rifjar upp velgengni Nóa albínóa. Hún hafi farið hægt af stað í byrjun og raunar benti ekkert til þess fyrstu sýningarvikuna að myndin myndi njóta mikilla vinsælda. „Þetta eru bara þrír dagar, svona mynd þarf alveg viku til tíu daga. Markhópur hennar þarf tíma, hann þarf að skipuleggja sig, finna barnapíu og annað slíkt. Þessi mynd á alveg heilan helling inni,“ segir Guðmundur. Á annan veg segir frá tveimur afar ólíkum mönnum sem vinna saman við vegavinnu á Vestfjörðum; annar ætlar í framhaldsnám í þýsku en hinn er með kynlíf á heilanum. Aðalleikarar myndarinnar eru tveir, þeir Hilmar Guðjónsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson, en auk þess bregður Þorsteini Bachmann fyrir í litlu hlutverki. Myndin er sýnd bæði í Háskólabíói og Smárabíói. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira