Tónlist

Björk bætir við tónleikum í Eldborg

Björk á tónleikum í Manchester fyrr á árinu.
Björk á tónleikum í Manchester fyrr á árinu.
Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að bæta við aukatónleikum á Biophilia-tónleika Bjarkar 7. nóvember.

Tónleikarnir verða haldnir í stærsta sal Hörpunnar, Eldborg, sem tekur 1.600 manns í sæti. Áður höfðu miðar selst upp á átta tónleika Bjarkar í Silfurbergi sem tekur 750 manns í sæti.

Miðasala á tónleikana hefst á Harpa.is og Midi.is á föstudaginn kl. 12.

Á tónleikunum flytur Björk lög af væntanlegri plötu sinni, auk laga sem fest hafa hana í sessi sem listamann í gegnum árin. Notast verður við stafrænt pípuorgel og þriggja metra háan pendúl sem nýtir sér þyngdarafl jarðar til að skapa tónmynstur.

Platan Biophilia kemur út 10. október og hefur hún fengið mjög góða dóma í bresku tónlistartímaritunum Q og Mojo, eða fjórar stjörnur af fimm mögulegum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×