Upp og niður að vinna mikið með sjálfum sér 7. september 2011 16:30 Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira