Lífið

Smith með uppistand í kvöld

Bandaríski uppistandarinn DeAnne Smith stígur á svið á Sódómu í kvöld. Smith, sem er búsett í Montreal í Kanada, byrjaði í uppistandi árið 2005.

Hún hefur verið einn af vinsælustu grínistum Montreal og ferðast um heiminn með uppistand sitt, meðal annars til Ástralíu. Þar var hún tilnefnd til Barry Award-grínverðlaunanna árið 2011 fyrir sýninguna About Freakin"Time.

Smith hefur komið fram í þættinum Last Comic Standing á sjónvarpsstöðinni NBC og á The Comedy Network. Hún kemur hingað til lands beint frá Hollandi þar sem hún hefur skemmt að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.