Lífið

Varð fyrir heilaskaða við tökur á Hangover

Ástralskur áhættuleikari varð fyrir heilaskaða við tökur á The Hangover Part II.
Ástralskur áhættuleikari varð fyrir heilaskaða við tökur á The Hangover Part II.
Ástralskur áhættuleikari sem fékk heilaskaða eftir að bílaeltingaleikur misheppnaðist við tökur á myndinni The Hangover Part II hefur höfðað mál gegn framleiðandanum Warner Bros.

Áhættuleikarinn Scott McLean var í dái í tvo mánuði eftir óhappið, sem átti sér stað í Taílandi. Hann var farþegi í bíl sem annar bíll ók á og heldur McLean því fram að hraðinn hafi verið of mikill á hinum bílnum.

McLean er núna í endurhæfingu og vill fá bætur fyrir skaðann sem hann varð fyrir. The Hangover Part II var frumsýnd í maí og hefur þénað hátt í sjötíu milljarða króna í miðasölunni síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.