Lífið

Schwarzenegger fær stærra hlutverk

Stallone og Schwarzenegger ætla að taka á því í Expendables 2.
Stallone og Schwarzenegger ætla að taka á því í Expendables 2.
Van Damme og Bruce Willis leika vondu kallana.
Arnold Schwarzenegger og Bruce Willis fá stærri hlutverk í The Expendables 2. Þetta staðfestir einn af framleiðendum myndarinnar í samtali við bandaríska vefsíðu, en tökur á myndinni hefjast í Búlgaríu í næstu viku. Fyrsta myndin vakti gríðarlega kátínu hjá aðdáendum gamaldags hasarmynda og naut töluverðra vinsælda í kvikmyndahúsum.

Bæði Schwarzenegger og Willis fóru með lítil hlutverk í fyrstu myndinni en sá fyrrnefndi hefur látið hafa eftir sér að hann ætli að blása nýju lífi í kvikmyndaferil sinn. Bruce mun leika illmenni myndarinnar og honum til halds og traust verður enginn annar en Jean-Claude Van Damme. Hins vegar er ekki ljóst hvert hlutverk Schwarzeneggers verður.

Og það verður ekkert til sparað til að gera Expendables stærri og betri. Því Simon West hefur verið fengin til að leikstýra og þá mun John Travolta leika lítið hlutverk. Aðdáendur Chuck Norris ættu að geta tekið gleði sína á ný eftir mögur ár því gamli harðhausinn, sem hefur orðið að hálfgerðri költfígúru, mun leika í myndinni.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.