Lífið

Bond bannað að standa uppi á þaki

Svona leit Bond út þar sem við sáum hann síðast, undir lok Quantum of Solace.
Svona leit Bond út þar sem við sáum hann síðast, undir lok Quantum of Solace.
23. Bond-myndin virðist loksins vera farin að taka á sig mynd eftir að hafa verið fórnarlamb kjaftasagna um hugsanlegt brotthvarf leyniþjónustumansins af hvíta tjaldinu.

Myndin verður að einhverju leyti tekin upp á Indlandi en þarlend yfirvöld hafa þegar sett sig í samband við framleiðendur og óskað eftir því að einu áhættuatriði verði breytt. Bond, sem verður leikinn af Daniel Craig eins og í tveimur síðustu myndum, á að þeysast eftir lest, stökkva um borð og klifra upp á þak.

Indversk lestayfirvöld hafa nefnilega skorið upp herör gegn því að fólk sé uppi á þökum lesta og vilja því að þessu einstaka atriði verði breytt nema Bond verði einn uppi á þaki. Sem yrði að teljast fremur asnalegt. Samkvæmt vefsíðunni Cinemablend.com hafa leikstjórinn Sam Mendes og félagar þegar samþykkt þessar kröfu og ætla að breyta atriðinu lítillega.

Hluti af framleiðslu Bond-myndar er orðrómurinn um hver fari með hlutverk illmennisins í myndunum og hvaða stúlkur hreppi Bondstúlku-hlutverkið eftirsótta. Naomie Harris hefur verið sterklega orðuð við hlutverk ungfrú Moneypenny og þá er talið að baráttan um þrjótinn standi milli Javier Bardem og Ralph Fiennes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.