Lífið

Smith-fjölskyldan í ímyndarherferð

Jada Pinkett Smith er ákaflega ánægð með manninn sinn, Will Smith, og segir hann vera góðan pabba.
Jada Pinkett Smith er ákaflega ánægð með manninn sinn, Will Smith, og segir hann vera góðan pabba. NordicPhotos/Getty
Bandarískir fjölmiðlar eru hvergi nærri hættir að velta sér upp úr því moldviðri sem skapaðist þegar In Touch Magazine greindi frá því að stjörnuparið Will Smith og Jada Pinkett Smith væru að skilja eftir þrettán ára hjónaband.

Þetta vakti eðlilega mikla athygli enda var sambandið talið eitt það traustasta í Hollywood. Olían á eldinn reyndist síðan vera framhaldsfréttin um að Jada Pinkett Smith og Marc Anthony hefðu átt í ástarsambandi á tökustað sjónvarpsþáttarins Hawthorne og að Will Smith hefði komið að þeim heima hjá sér og hlaupið grátandi út. Anthony var þá nýskilinn við Jennifer Lopez.

Allt hljómaði þetta eins og í bestu sápuóperu en nú hefur Jada Pinkett Smith lýst því yfir að eiginmaðurinn Will sé allt að því fullkominn eiginmaður og hjálpi henni með móðurhlutverkið. „Ég er ótrúlega þakklát fyrir það enda veit ég hversu erfitt það er að vera einstætt foreldri,“ lét Jada Pinkett hafa eftir sér í fjölmiðlum, en hún ólst upp hjá móður sinni sem var einstæð.

Will Smith þarf aftur á móti ekki að hafa miklar áhyggjur af því að eiginkona hans og Anthony eyði miklum tíma saman á næstunni því framleiðslu á Hawthorne hefur verið hætt eftir aðeins þrjár þáttaraðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.