Landsbankaleiðin var skynsamleg leið 8. september 2011 06:00 Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Nú þegar fyrir liggur að Landsbankinn á væntanlega fyrir kröfunum vegna Icesave-málsins er mikilvægt að hafa það í huga hvernig það kom til að eignir Landsbankans eru teknar upp í Icesave. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar hafði gert samning við Hollendinga um að Icesave-kröfurnar yrðu greiddar beint af ríkissjóði á 10 árum með 6,7 % vöxtum. Þessi samningur var gerður án þess að Bretar hefðu fallist á að taka Ísland af lista yfir hryðjuverkasamtök. Ríkisstjórnin reyndi jafnframt að fá Breta til að taka eignir Landsbankans upp í Icesave kröfurnar. Því höfnuðu Bretar. Þannig stóðu mál þegar ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna tók við í ársbyrjun 2009. Hún gerði samning sem byggðist á þessu: a. Að Bretar tækju Ísland tafarlaust af hryðjuverkalistanum. b. Að kröfurnar yrðu endurgreiddar með eignum Landsbankans. c. Að Tryggingasjóður innistæðueigenda og fjárfesta stæði ábyrgur gagnvart Bretum og Hollendingum. d. Að upphæðirnar yrðu greiddar á 15 árum, og að ekkert yrði greitt nema vextirnir á 7 ára tímabili og að íslenska hagkerfinu yrði þannig komið í skjól. e. Að vextir yrðu 5,5 % eða mikið lægri en skuldatryggingarálagið á Ísland á þeim tíma gerði ráð fyrir. Þessum samningi var svo eins og alltaf var gert ráð fyrir breytt nokkuð í meðförum Alþingis, það er umgjörð samningsins breyttist, en Alþingi samþykkti hann í lok ársins 2009. Nýr samningur var svo gerður. Þeim samningi var hafnað eins og fyrri samningnum. Þegar þessir samningar eru bornir saman kemur í ljós að þeir eru svipaðir að núvirði. Í öðrum var gert ráð fyrir að borga ekkert fyrr en eftir sjö ár nema það sem kæmi út úr þrotabúi Landsbankans og að vextir væru 5,7 %. Í hinum átti að byrja að borga strax en með lægri vöxtum. Jafnframt áttu Bretar og Hollendingar að fá aukinn hlut í aukinni endurheimtu úr búi Landsbankans ef endurheimtur yrðu umfram 86%. Það er Þórólfur Matthíasson prófessor sem hefur metið báða samningana svipaða að núvirði. En þjóðin hafnaði báðum samningunum og þar stöndum við. Reyndar hafnaði meirihluti þjóðarinnar því að borga – en samt verður borgað. En það ánægjulega er að eignir Landsbankans eru að skila sér og það sýnir að sú ákvörðun að tengja saman þrotabú Landsbankans og samningsniðurstöðuna var skynsamleg leið. Forseti Íslands reynir nú sem jafnan fyrr að þakka sér allt sem vel er gert hér á landi. Það kemur ekki á óvart; hann þakkaði sér fyrir útrásina fram að hruni. En það verða menn samt – einnig hann – að hafa í huga að Icesave málinu er því miður ekki alveg lokið. Sá dráttur sem hann stuðlaði að hefur skaðað þjóðina. Ríkisstjórnin hefur unnið að því að lágmarka skaðann. Vonandi verður hann ekki meiri en bjartsýnustu menn spá. En við verðum enn að búa okkur undir það besta og það versta líka eins og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður hefur bent á. En hvað sem því líður: Landsbankaleiðin sem var knúin fram með samningunum vorið 2009 var skynsamleg. Forsetinn mætti gjarnan velta því fyrir sér hvort það er skynsamlegt að velja jafnan stríð fremur en sátt þegar ófriðarblikur eru á lofti með þjóðinni.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar