Lífið

Vilja búa til fleiri Mjaðmarbörn

Hluti leikmanna KF Mjaðmar í góðum gír. Skemmtunin Bjúddarinn verður haldin á Faktorý í kvöld.
Hluti leikmanna KF Mjaðmar í góðum gír. Skemmtunin Bjúddarinn verður haldin á Faktorý í kvöld.
Knattspyrnufélagið Mjöðm, sem er skipað ýmsum listaspírum, blæs til skemmtunarinnar Bjúddarinn á Faktorý í kvöld, annað árið í röð. „Við hvetjum alla til að mæta, þótt það væri ekki nema bara til að kynna sér starfið hjá Mjöðminni. Þetta er líka kjörinn vettvangur til að búa til fleiri Mjaðmarbörn,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, formaður djammnefndar.

Fram koma Berndsen, Fallegir menn, Benni Hemm Hemm, Rambó Kings og Jack Schidt, auk þess sem Sprengjuhöllin þeytir skífum. Einnig verða boðin upp málverk, tískusýning verður haldin og keppt verður í Guinness-drykkju. „Þetta gekk svakalega vel í fyrra. Það var almenn ánægja með þetta og við þurfum líka að fá fjármagn í innra starf félagsins,“ segir Steinþór, en stofnun skák- og tennisdeildar er næst á dagskrá. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.