Óttaþjóðfélagið Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 9. september 2011 06:00 Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég var orðin einn af þessum dæmigerðu Íslendingum sem margir hverjir fá ekki tækifæri til að hugsa um mikið annað en hvernig þeir eigi að ná endum saman og eiga fyrir útgjöldunum um næstu mánaðamót. Þegar harðnaði á dalnum magnaðist þessi hugsun eins og hjá flestu heiðarlegu fólki og yfirtók allt annað. Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.Samningaviðræður Þegar greiðsluvandi blasti við var það því mitt fyrsta verk að fara í bankann. Láta vita að ég væri að komast í vanda og óska eftir viðræðum um hvernig ég gæti staðið í skilum. Þetta var forgangsatriðið. Og líklega hefði ég verið tilbúin til að selja ömmu mína til að geta staðið í skilum við bankann. Og jafnvel ganga lengra hefðu þeir farið fram á það. Óttinn við að geta ekki staðið í skilum yfirtók allt. Í undanförnum pistlum mínum hef ég reynt að varpa ljósi á hvernig íbúðin mín var allt í einu að fara á nauðungaruppboð meðan ég hélt alltaf að ég væri í samningaviðræðum við bankann. En skoðum eitt lánið mitt aðeins betur. Lán sem var þó í skilum allan tímann.Banki í samfestingi með belti og axlabönd Verðtryggt 16,8 milljóna kr. lán sem tekið var á vordögum 2005 er uppreiknað í dag, um 26,4 milljónir. Lánið er á 4,15% vöxtum. Mánaðarlegur kostnaður minn af láninu er í dag kr. 99.637. Mánaðarleg afborgun af láninu er kr. 17.674. Búið er að greiðslujafna lánið þannig að kr. 13.910 af afborguninni færast á svokallaðan jöfnunarreikning. Ég borga því bara kr. 3.764 af láninu á mánuði. Jöfnunarreikningurinn safnar bæði verðbótum og vöxtum og er á rúmu ári orðinn um kr. 400.000. Skoðum þetta nánar Lán stökkbreytist úr 16,8 milljónum í 26,4 milljónir á 6 árum. Mánaðarleg afborgun 17.674 Greiðsujöfnun - 13.910 Mismunur, mánaðarleg afborgun: 3.764 Afborgun verðbóta, vextir,og verðbætur v/vaxta: 95.023 Og ekki má gleyma innheimtugjaldinu 850 Samtals: 99.637 Ég borga sem sagt kr. 3.764 á mánuði af láninu meðan ég borga bankanum kr. 95.873 fyrir alla áhættuna og umsýsluna við lánið. Ekki má heldur gleyma að verðbætur og vextir voru borgaðir af jöfnunarupphæðinni áður en hún fór á jöfnunarreikninginn þar sem hún fær aftur verðbætur og vexti. Frelsi til að hugsa Það er hagur lánastofnana að lántakendur séu óttaslegnir og dauðhræddir um að missa heimili fjölskyldunnar. Þannig er hægt að bjóða þeim nánast hvað sem er og halda þeim við efnið hvað sem það kostar. Þess vegna er 110% leiðin. Það var stórt skref fyrir mig að viðurkenna að ég réði ekki við bankann og greiðsluvanda minn. Það var enn stærra skref að viðurkenna að ég gæti ekki borgað af öllum lánunum og flyttist úr hópi lántakenda í hóp skuldara. Það sem ég fékk í staðinn er samt dýrmætara en þetta allt saman. Frelsi til að hugsa.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun